Höfuðsótt eða sullaveiki er sjúkdómur í sauðfé sem var mjög algengur fyrr á öldum. Höfuðsótt stafaði af því að kindin át egg höfuðsóttarbandormsins og lirfan úr egginu gróf sér síðan leið úr úr meltingafærum kindarinnar í heila hennar. Þar bjó hún um sig og varð að vökvafylltri blöðru sem nefnist sullur. Ormurinn lifði annars í þörmum hunda og þeir urðu að komast í sull í kind til að viðhalda hringrásinni. Á Íslandi var unninn bugur á sullaveikinni með skipulagðri hundahreinsun sem sveitarfélög stóðu fyrir allt frá því snemma á 19. öld.