Höfn í Hornafirði

64°16.02′N 15°11.90′V / 64.26700°N 15.19833°V / 64.26700; -15.19833

Höfn í Hornafirði

Höfn í Hornafirði er þéttbýlisstaður við Hornafjörð á Suðausturlandi og er aðal þéttbýliskjarni Sveitarfélagsins Hornafjarðar. Þar bjuggu 1.710 árið 2019.

Búseta hófst á Höfn árið 1897 þegar kaupmaðurinn Ottó Tulinius fluttist þangað, ásamt fjölskyldu sinni, frá Papósi. Smám saman myndaðist þar þéttbýli í kringum verslun og útgerð og varð bærinn að sérstökum hreppi, Hafnarhreppi, í ársbyrjun 1946, en hafði fram að því heyrt undir Nesjahrepp. Hafnarhreppur varð bæjarfélag í árslok 1988 og hét eftir það einfaldlega Höfn, án nokkurs viðskeytis.[1] Hinn 12. júlí 1994 sameinuðust Höfn og Nesjahreppur á ný, ásamt Mýrahreppi, undir nafninu Hornafjarðarbær.

Þann 6. júní 1998 sameinuðust svo Hornafjarðarbær, Bæjarhreppur, Borgarhafnarhreppur og Hofshreppur undir nafninu Sveitarfélagið Hornafjörður.

Höfn í Hornafirði séð úr Óslandi
Vítt útsýni er yfir skriðjökla Vatnajökuls frá Höfn.

Eitt og annað breyta

  • Mönnuð veðurathugunarstöð Veðurstofunnar er á Höfn og hefur hún verið starfrækt síðan 2006. Áður voru veðurathuganir gerðar í Akurnesi, býli um 8 km norðar.
  • Í eina tíð gekk Höfn í Hornafirði stundum undir nafninu Konsó. [2]
  • Í Grikklandsárinu eftir Halldór Laxness, segir á einum stað: „Verslun kom á Hornafjörð um aldamótin þegar Túliníusbræður af Eskifirði, búsettir í Kaupmannahöfn, beindu skipum sínum gegnum smuguna í eiðið, inní lygnan ósinn, og reistu þar á tánganum verslunarhús pakkhús og kaupmannsbústað. En verslunarkóngsríkið á Höfn varð víst ekki nema tvítugt. Eftir Ottó Túliníus, sem sneri heim aftur, kom Þórhallur Daníelsson til skjalanna og réði ríkjum [...]. Konúngsríki hans hafði ekki staðið nema rúman áratug þegar nýstofnað Kaupfélag skaftfellínga dró lið saman og velti kaupmanninum úr sessi. Þórhallur tók sér þá fyrir hendur útgerð og fiskverslun.“

Tilvísanir breyta

  1. Höfn með bæjarréttindi (5. janúar 1989). Austurland. Timarit.is
  2. Orðabók um slangur, slettur, bannorð og annað utangarðsmál, 1982; bls. 68
   Þessi landafræðigrein sem tengist Íslandi er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.