Hákon Magnússon Þórisfóstri

Hákon Magnússon Þórisfóstri (f. fyrir 1070, d. 1094) var hylltur sem konungur Þrændalaga og Upplanda í Noregi árið 1093 en konungsnafbót hans er umdeild og hann er yfirleitt ekki hafður með í norsku kóngaröðinni.

Hákon var sagður vera sonur Magnúsar Haraldssonar konungs, sem dó 1069, en móðir hans er óþekkt. Hann ólst upp hjá Upplandahöfðingjanum Þóri bónda á Steig og þegar Ólafur kyrri konungur dó 1093 fékk Þórir fóstursoninn tekinn til konungs í Upplöndum og Þrændalögum með því að lofa Þrændum alls kyns réttarbótum. Magnús berfættur, sem tekið hafði við ríki af föður sínum, viðurkenndi aldrei Hákon sem konung og hefði vafalaust komið til átaka milli þeirra en áður en svo fór veiktist Hákon þar sem hann var við rjúpnaveiðar og dó. Þá réðist Magnús til atlögu við Steigar-Þóri, elti hann uppi og lét hengja hann.

Heimildir breyta

  • „Magnúss saga berfætts hjá snerpa.is“.
  • Fyrirmynd greinarinnar var „Håkon Magnusson Toresfostre“ á norsku útgáfu Wikipedia. Sótt 18. september 2009.


Fyrirrennari:
Ólafur kyrri
Noregskonungur
með Magnúsi berfætta
(1093 – 1094)
Eftirmaður:
Magnús berfættur