Guðríðarkirkja er kirkja Grafarholtssafnaðar í Reykjavík. Kirkjan stendur við Kirkjustétt í Grafarholtshverfinu í Reykjavík og þjónar íbúum Grafarholts og Úlfarsárdals. Grafarholtssöfnuður var stofnaður árið 2003 en kirkjan var vígð í desember árið 2008. Arkitektar byggingarinnar voru Þórður Þorvaldsson og Guðrún Ingvarsdóttir hjá Arkþingi hf.[1] Kirkjan er kennd við Guðríði Þorbjarnardóttur landkönnuð og er fyrsta íslenska kirkjan sem heitir eftir konu.[2][3]

Fyrsti sóknarprestur Guðríðarkirkju var sr. Sigríður Guðmarsdóttir en núverandi sóknarprestur er sr. Karl V. Matthíasson.


Tilvísanir breyta

  1. Gudridarkirkja.is, „Einstök byggingarsaga Guðríðarkirkju“ (skoðað 21. júlí 2019)
  2. Kirkjukort.net, „Guðríðarkirkja (2008)“ Geymt 19 júlí 2019 í Wayback Machine (skoðað 19. júlí 2019)
  3. Mbl.is, „Guðríðarkirkja vígð“, (skoðað 21. júlí 2019)