Guðmundur Hjaltason

Guðmundur Hjaltason (17. júlí 1853 - 26. janúar 1919) var íslenskur kennari og skólamaður. Guðmundur fæddist á Ásbjarnarstöðum í Stafholtstungum. Hann var efnilegur námsmaður og var styrktur til mennta af Jóni Jónssyni landritara og nokkrum bændum á Seltjarnarnesi. Guðmundur fór til náms í Vonheimsskólann í Noregi en skólastjóri þar Kristófer Bruun var vakningamaður og boðberi Grundtvigsstefnunnar í Noregi. Þegar skólanámi hans í Vonheim lauk fór Guðmundur til Danmerkur í lýðháskólann í Askov. Þar var hann þrjá vetur og var þar fyrst við nám en síðar við kennslu í norrænum fræðum og sögu. Hann fluttist til Íslands eftir sjö ára dvöl erlendis, ferðaðist um Suðurland fyrsta sumarið og flutti fyrirlestra. Síðan réð hann sig í kaupavinnu til séra Arnljóts prests á Bægisár og var þar í tuttugu sumur. Á sumrin vann hann ýmis störf en á veturna fékkst hann við kennslu.

Guðmundur hélt skóla veturinn 1883— 1884 skóla fyrir tíu til þrettán drengi úr Þingeyjarsýslu í Laufási hjá séra Magnúsi, föður Jóns Magnússonar, sem síðar varð forsætisráðherra. Guðmundur stofnaði svo skóla á Oddeyri sem starfaði 1884—86, og fékk til þess styrk úr opinberum sjóði. Oddeyrarskólann sóttu 24 menn. Engin próf voru í skólanum því Guðmundur taldi próf gera meira illt ein gott. Eftir það fór Guðmundur austur í Kelduhverfi og var kennari þar og í Axarfirði og Mývatnssveit í ellefu ár. Guðmundur fór fyrirlestraferðir til Noregs. Hann átti þar ýmsa vini svo sem Henrik Ibsen og Björnstjerne Björnson.

Kona Guðmundar var Hólmfríður Björnsdóttur. Hann dó úr spænsku veikinni.

Heimildir breyta