Grasagarður Reykjavíkur

Grasagarður Reykjavíkur, oftast kallaður Grasagarðurinn, er lifandi safn íslenskra og erlendra plantna. Garðurinn er um 5 ha að stærð og er staðsettur í Laugardal við hliðina á Fjölskyldu- og húsdýragarðinum. Í Grasagarðinum eru átta safndeildir: Flóra Íslands, fjölærar jurtir, rósir, lyngrósir, skógarbotnsplöntur, trjásafn, steinhæð og nytjajurtagarður. Forstöðumaður Grasagarðsins er Hjörtur Þorbjörnsson.

Tíbetreynir í haustskrúða í Grasagarði Reykjavíkur
Sköpun eftir Helga Gíslason
Séð yfir tjarnir í Grasagarðinum.

Saga Grasagarðsins breyta

Grasagarður Reykjavíkur var stofnaður 18. ágúst 1961 en upphaf garðsins má rekja til þess að hjónin Jón Sigurðsson skólastjóri og Katrín Viðar píanóleikari gáfu Reykjavíkurborg einstakt safn íslenskra jurta sem þau höfðu safnað á ferðalögum sínum um Ísland og varð sú gjöf upphafið af Grasagarðinum. Í garðskála garðsins er veitingastaðurinn Flóran, sem er opinn frá vori fram á haust og um helgar á aðventunni.

Listaverk í grasagarðinum breyta

Í Grasagarðinum eru tvö listaverk, styttan Sköpun eftir Helga Gíslason og vatnslistaverkið Fyssa eftir Rúrí.

Heimildir breyta