Grafreitur er staður þar sem lík eða aska eftir líkbruna eru grafin gröf til varðveislu í langan tíma. Grafreitur, sem tilheyrir kirkju, nefnist kirkjugarður og venja er að jarðsetja lík í líkkistu, þ.a. höfuð vísar til vesturs, en fætur til austurs.

Grafreitur á Grænlandi

Kirkjugarðasamband Íslands (KGSÍ) á og rekur sérstakan vef um íslenska kirkjugarða: gardur.is.

Á vefnum sem var opnaður 9. júní 2001, eru upplýsingar um kirkjugarða oglegstaðaskrár. Kappkostað er að uppfæra þær legstaðaskrár sem fyrir eru í gagnagrunni, þ.e.a.s. að bæta inn nöfnum þeirra einstaklinga sem látist hafa frá því að vefurinn var opnaður og hafa verið grafnir í þá kirkjugarða sem þegar eru komnir inn í gagnasafnið.

Vefurinn byggir á samvirku gagnasafni og inniheldur leyfilegar upplýsingar um látna einstaklinga og legstað þeirra í kirkjugörðum á Íslandi. Tilgangurinn er að skapa almenningi aðgang á aðgengilegan hátt að upplýsingum um legstað látinna manna á Íslandi. Jafnframt eru á þessum vef upplýsingar um viðkomandi kirkjugarða þ.m.t. kort, texti, myndir og teikningar. Nú [Desember 2009] eru 125.908 nöfn í grunninum.

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.