Gotneska er útdautt austur-germanskt tungumál sem Gotar töluðu. Gotneska er aðallega þekkt af biblíuþýðingu Wulfila. Er elsta handritið af því, svonefnd Silfurbiblía eða Codex Argenteus, varðveitt í háskólabókasafninu í Uppsölum. Það handrit er skrifað á 6. öld, en textinn sjálfur er frá 4. öld. Ritmál Gota var sett saman af Wulfila, sem þýddi Biblíuna á það, og byggist það á því gríska fyrst og fremst en einnig latínuletri og rúnaletri. Gotneska skildi eftir sig enga beina niðja en hún var á niðurleið frá miðri 6. öld vegna ósigurs Gota í stríðum við Franka, brottfarar Gota frá Ítalíu og landfræðilegrar einangrunar (á Spáni var gotneska kirkjumál Vesturgota en hún dó út þar þegar þeir skiptu í kaþólsku árið 589). Að einhverju marki má þó gera ráð fyrir að gotneska hafi samlagast suður-þýskum mállýskum og lifði þjóðsögur um Gotakonunginn Þiðrik af Bern um langan aldur meðal þjóðverja.

Gotneska
Heimshluti Ítalíuskaginn, Íberíuskaginn, annarsstaðar í Evrópu
Fjöldi málhafa útdautt
Ætt Indó-evrópskt

 Germanskt
  Austurgermanskt
   Gotneska

Skrifletur Gotneska stafrófið
Tungumálakóðar
ISO 639-1 got
ISO 639-2 got
ATH: Þessi grein gæti innihaldið hljóðfræðitákn úr alþjóðlega hljóðstafrófinu í Unicode.

Gotneska er sérstaklega áhugaverð frá sjónarmiði germanskrar samanburðarmálfræði þar sem gotnesku Biblíutextarnir eru þremur til fjórum öldum eldri en ritaðir textar annara forngermanskra mála, að fáeinum rúnaristum á frumnorrænu undanskildum. Hún hefur því ýmis fornleg einkenni sem höfðu nær eða alveg horfið úr öðrum germönskum málum þegar þau voru fyrst færð í letur. Má þar nefna ósamsetta þolmynd, tvítölu og svonefndar tvöföldunarsagnir.

Lýsingarorð hafa bæði veika og sterka beygingu og laga sig í kyni, tölu og falli eftir þeim nafnorðum sem þau fylgja. Í stað ákveðins greinis koma ábendingarfornöfnin sa, so og þata (sbr. íslensku , og þetta).

Frekari fróðleikur breyta

  • W. Braune and E. Ebbinghaus, Gotische Grammatik, 17th edition 1966, Tübingen.
  • Fausto Cercignani, The Development of the Gothic Short/Lax Subsystem, in "Zeitschrift für vergleichende Sprachforschung", 93/2, 1979, pp. 272–278.
  • Fausto Cercignani, The Reduplicating Syllable and Internal Open Juncture in Gothic, in "Zeitschrift für vergleichende Sprachforschung", 93/1, 1979, pp. 126–132.
  • Fausto Cercignani, The Enfants Terribles of Gothic "Breaking": hiri, aiþþau, etc., in "The Journal of Indo-European Studies", 12/3–4, 1984, pp. 315–344.
  • Fausto Cercignani, The Development of the Gothic Vocalic System, in Germanic Dialects: Linguistic and Philological Investigations, edited by Bela Brogyanyi and Thomas Krömmelbein, Amsterdam and Philadelphia, Benjamins, 1986, pp. 121–151.
  • Fausto Cercignani, The Elaboration of the Gothic Alphabet and Orthography, in “Indogermanische Forschungen”, 93, 1988, pp. 168-185.
  • N. Everett, "Literacy from Late Antiquity to the early Middle Ages, c. 300–800 AD", The Cambridge Handbook of Literacy, ed. D. Olson and N. Torrance (Cambridge, 2009), pp. 362–385.
  • W. Krause, Handbuch des Gotischen, 3rd edition, 1968, Munich.
  • Thomas O. Lambdin, "An Introduction to the Gothic Language", Wipf and Stock Publishers, 2006, Eugene, Oregon.
  • F. Mossé, Manuel de la langue gotique, Aubier Éditions Montaigne, 1942.
  • Eduard Prokosch, A Comparative Germanic Grammar, 1939, The Linguistic Society of America for Yale University.
  • Irmengard Rauch, Gothic Language: Grammar, Genetic Provenance and Typology, Readings, Peter Lang Publishing Inc; 2nd Revised edition, 2011.
  • C. Rowe, "The problematic Holtzmann’s Law in Germanic", Indogermanische Forschungen Bd. 108, 2003. 258–266.
  • Wilhelm Streitberg, Die gotische Bibel , 4th edition, 1965, Heidelberg.
  • Joseph Wright, Grammar of the Gothic language, 2nd edition, Clarendon Press, Oxford, 1966.