GitHub er fyrirtæki og vettvangur í eigu Microsoft sem sérstaklega sér um að hýsa hugbúnað sem er í þróun og er notar útgáfustjórnun með Git. Í Github er dreifð útgáfustjórnun og kóðastjórnun (SCM Source Code Management) byggð á Git en auk þess ýmsir aðrir möguleikar. Í GitHub er aðgangsstjórnun og ýmis konar samvinnumöguleikar við hugbúnaðarþróun svo sem að fylgjast með og halda utan um villum, óska eftir nýrri virkni, halda utan um verkefni, samfelld samtvinnun og það fylgir með wiki fyrir öll viðfangsefni. GitHub fyrirtækið er með höfuðstöðvar í Kalíforníu og hefur verið undirfélag Microsoft síðan 2018. Grunnþjónusta GitHub er ókeypis. Ókeypis GitHub reikningar eru oft notaðir til að halda utan um og hýsa verkefni í þróun opins hugbúnaðar.