Giotto di Bondone (um 12678. janúar 1337) var ítalskur listmálari og arkitekt frá Flórens. Hann er oft nefndur fyrsti endurreisnarmálarinn. Hann var þekktur og dáður af samtíðarmönnum sínum og Giorgio Vasari sem ritaði ævisögur ítalskra listamanna á 16. öld sagði hann hafa verið þann fyrsta sem sneri sér endanlega frá býsönskum stíl að tilfinningaríkari persónum og raunsærri myndbyggingu en áður hafði tíðkast. Hann lærði hjá Cimabue sem þá var einn frægasti listamaður Toskana.

Harmatölur eftir dauða Krists, hluti af fresku Giottos í Scrovegni-kapellunni.

Þekktustu verk Giottos eru stórar freskur með myndröðum sem sýna líf Maríu meyjar og Krists (Scrovegni-kapellan í Padúu), líf heilags Frans (Bardi-kapellan í Flórens). Hann gerði einnig stórar helgimyndir á tré eins og krossinn í Rímíní og Maríumynd fyrir Kirkju allra heilagra (Ognissanti) í Flórens.

  Þetta æviágrip er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.