Giancarlo Giannini (f. 1. ágúst 1942) er ítalskur leikari sem vakti fyrst athygli fyrir hlutverk sitt í frægri sviðsuppfærslu Franco Zeffirelli á Rómeó og Júlíu en varð síðar þekktastur fyrir hlutverk sín í fjórleik Linu Wertmüller frá 8. áratugnum um alþýðufólk frá Suður-Ítalíu. Auk þeirra hefur hann leikið í fjöldamörgum kvikmyndum, bæði með ítölskum leikstjórum og leikstjórum frá öðrum löndum. Meðal þeirra síðarnefndu eru Rainer Werner Fassbinder í Lili Marleen 1980, Francis Ford Coppola í New York Stories 1989 og Ridley Scott í Hannibal frá 2001. Hann fór með hlutverk tengiliðarins Giovanni Grazioli i Per sempre 2003 og René Mathis í Bond-myndunum Casino Royale 2006 og Quantum of Solace 2008.

Giancarlo Giannini (2009)
  Þetta æviágrip er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.