Generación del 27 (íslenska: Kynslóð 27) er kynslóð skálda og rithöfunda kennd við árið 1927 en um það leyti komu fram mörg ung skáld og rithöfundar á Spáni. Í spænskri bókmenntasögu tíðkast það talsvert að kenna skáldakynslóðir við tiltekin ártöl - oft er þá miðað við árið sem flest þeirra koma fram einna fyrst. Kynslóðin næst á undan kynslóðinni frá 1927 er þannig til dæmis kennd við árið 1898. Fræg skáld af 27-kynslóðinni er t.d. Federico García Lorca, Vicente Aleixandre og Pedro Salinas.

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.