Fucking [ˈfʊkɪŋ] er þorp í Austurríki, 32 km norður af Salzburg og 4 km austan þýsku landamæranna. Þorpið er þekkt fyrir að hafa haldið nafninu Fucking síðan a.m.k. 1070, eftir manni frá 6. öld sem bar nafnið Focko. Ing er forngermanskur orðliður sem að notaður var til að tákna fólk, svo merking nafnsins er staður fólks Fockos. Í þorpinu búa 93 manns.

Umferðarskilti merkt Fucking.

Það sem einkennir Fucking er umferðarskilti með nafni þorpsins, sem enskumælandi ferðamenn stoppa gjarnan við og taka myndir af sér við skiltið. Því hefur oft verið stolið og hefur töluverðu fjármagni verið eytt í ný skilti.

Árið 2004 var haldin atkvæðagreiðsla um breytingu á nafni þorpsins vegna vandræðalegrar merkingar þess og síendurtekinna skiltaþjófnaða, en íbúarnir kusu gegn breytingunni. Í ágúst 2005 var umferðarskiltunum skipt út og sett voru skilti sem erfiðara er að stela.