Frelsið (e. On Liberty) er rit á ensku um heimspeki eftir breska heimspekinginn John Stuart Mill. Það kom fyrst út árið 1859. Það þótti á sínum tíma afar róttækt verk.

Mill hélt því fram að hver einstaklingur réði yfir sjálfum sér, líkama sínum og hug, og ætti að vera frjáls undan „harðstjórn meirihlutans“, sem með ósögðum siðareglum og siðferðishugmyndum stjórnar samfélaginu með harðri hendi. Mill hélt því fram að einstaklingur ætti að vera frjáls til þess að gera hvaðeina sem skaðar ekki aðra. Öll afbrigði frjálshyggju telja að þetta sé hornsteinn stefnu sinnar. Aftur á móti greinir menn á um hvað felist í því að skaða aðra.

Frelsið var gríðarlega áhrifamikið rit og hugmyndirnar sem Mill setur fram í ritinu eru enn áhrifamiklar í stjórnspeki og stjórnmálum, þar sem þær móta stefnu margra stjórnmálaflokka og -hreyfinga. Ritið er auk þess stutt og auðlesið.

Jón Ólafsson þýddi Frelsið á íslensku fyrstur manna.

Tengt efni breyta

 
Á Wikiheimild er að finna texta sem tengist

Lesa má ritið á vef landsbókasafnsins með því að smella hér[óvirkur tengill].