Frúarkirkjan í Nürnberg

Frúarkirkjan í Nürnberg (Unserer Lieben Frau) er skrautlegasta kirkjan í borginni Nürnberg í Þýskalandi. Hún var reist að tilstuðlan keisarans Karls IV á 14. öld.

Framgafl Frúarkirkjunnar er einkar glæsilegur
Klukknaverk Frúarkirkjunnar

Saga Frúarkirkjunnar breyta

Kirkjan var reist 1352-1362 að tilstuðlan Karls IV keisara sem gjarnan sat í borginni. Áður hafði þar staðið bænahús gyðinga en gyðingar voru reknir úr borginni 1349 og bænahús þeirra rifið. Byggingartíminn er óvenjulega stuttur, aðeins 10 ár, enda sá keisari til þess að verkið vannst hratt. Kirkjan varð að sóknarkirkju keisarans. Hin skrautlega framhlið var gerð í upphafi 16. aldar. Kirkjan var ekki skemmd í siðaskiptunum, heldur hélst hún kaþólsk og svo er enn. Hins vegar stórskemmdist hún í loftárásum seinna stríðsins og brann út. Aðeins veggirnir stóðu eftir uppi. Kirkjan var endurgerð í einfaldri mynd 1946-53.

Klukknaverkið breyta

Yfir aðalinngang kirkjunnar er klukknaverk með fígúrum sem ekið er í hring á hjóli. Það var keisarinn Karl IV sem gaf kirkjunni klukknaverkið 1563 í tilefni af útkomu regluverks um arftöku konungdómsins í þýska ríkinu (Goldene Bulle). Klukknaverkið sýnir keisarann og kjörfurstana. Fyrst gengur fígúra út sem tilkynnir komu keisara. Þá koma út lúðrablásarar, flautuleikari og trommuleikari. Síðan koma kjörfurstarnir sjö og loks keisari. Á meðan eru klukkur spilaðar. Klukknaverk þetta var tekið niður í heimstyrjöldinni síðari og geymt annars staðar til varnar skemmdum. Eftir enduruppbyggingu kirkjunnar var klukknaverkið sett á aftur.

Heimildir breyta