Flying Fifteen er 20 feta (um 6m) langur kjölbátur hannaður af breska skútuhönnuðinum Uffa Fox árið 1947. Báturinn er einkum vinsæll í Bretlandi og fyrrum breskum nýlendum. Fyrsta heimsmeistarakeppnin í Flying Fifteen var haldin í Ástralíu árið 1979.

Frægasti Flying Fifteen báturinn er líklega Coweslip sem Filippus hertogi og Elísabet krónprinsessa fengu í brúðkaupsgjöf 1947.

Tenglar breyta

   Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.