Fljótahreppur var hreppur nyrst í Skagafjarðarsýslu, austan megin Skagafjarðar, kenndur við sveitina Fljót.

Fljótahreppur

Fljótahreppur skiptist í Haganeshrepp og Holtshrepp árið 1898 (eða 1899) en þeir sameinuðust aftur undir sama nafni 1. apríl 1988.

Hinn 6. júní 1998 sameinaðist Fljótahreppur 10 öðrum sveitarfélögum í Skagafirði: Skefilsstaðahreppi, Sauðárkrókskaupstað, Skarðshreppi, Staðarhreppi, Seyluhreppi, Lýtingsstaðahreppi, Rípurhreppi, Viðvíkurhreppi, Hólahreppi og Hofshreppi og mynduðu þau saman sveitarfélagið Skagafjörð.

Hreppsnefnd breyta

Síðasta hreppsnefnd Fljótahrepps var kosin í hreppsnefndarkosningunum 28. maí 1994 og hana skipuðu Guðrún Halldórsdóttir, Gunnar Steingrímsson, Haukur Ástvaldsson, Hermann Jónsson og Örn Þórarinsson.

   Þessi Íslandsgrein sem tengist landafræði er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.