Flass 104,5

íslensk útvarpsstöð (2005-2013)

Flass 104,5 var íslensk útvarpsstöð sem fór fyrst í loftið 1. desember 2005. Stöðin var rekin af fyrirtækinu Hljómar vel ehf. Stöðin spilaði nýja og ferska tónlist. Helsti markhópur hennar var ungt fólk. Stöðin var lögð niður árið 2013 og stöðin KissFM tók við útsendingartíðninni 104,5.

Stöðin sendi út í Reykjavík á FM 104,5, á Akureyri á FM 102,5 og á Sauðárkróki á FM 93,7. Þá sendi hún út á netinu á www.flass.is Stöðin var til húsa að Stórási 2-6 í Garðabæ.

  Þessi Íslandsgrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.