Fjármálaverkfræði

Fjármálaverkfræði er undirgrein verkfræðinnar með áherslu á stærðfræðilega útreikninga fjármálaafurða og fjármálamarkaða. Verkfræðilegum aðgerðum eins og hermun, aðgerðagreiningu, tölfræði, stærðfræðilíkönum og fleiru er beitt til að leysa flókin vandamál ört vaxandi fjármálamarkaða.

Fjármálaverkfræði eru tiltölulega ný fræði fyrir Íslendingum sem hefur verið að ryðja sér til rúms undanfarið. Hér verður stuttlega fjallað um þessa fræðigrein.

Starfsvettvangur breyta

Helstu störf fjármálaverkfræðinga felast í áhættustýringu, eignastýringu, afleiðu viðskiptum og fjárstýringu. Tækifærin eru þó mun fleiri, þetta eru einungis helstu sérsvið fjármálaverkfræðinga.

Fjármálaverkfræði á Íslandi breyta

Fjármálaverkfræði er frekar nýleg grein á Íslandi. Á Íslandi hófst kennsla í fjármálaverkfræði við Háskólann í Reykjavík haustið 2005, fyrstu nemendurnir úr grunnnámi (BSc.) voru því útskrifaðir vorið 2008.

Háskóli Íslands byrjaði að bjóða upp á framhaldsnám (MS) í fjármálaverkfræði haustið 2007. Háskólinn í Reykjavík tók einnig upp MS nám í fjármálaverkfræði haustið 2008.

Grunnnám í fjármálaverkfræði er nú hægt að stunda við Háskólann í Reykjavík og meistaranám bæði við Háskólann í Reykjavík og Háskóla Íslands.

Starfsheitið verkfræðingur breyta

Starfsheitið verkfræðingur er lögverndað starfsheiti á Íslandi, því þarf tilskilin leyfi til að kalla sig verkfræðing. Ef viðkomandi er með BSc. í verkfræði eða sambærilegu fagi og MS á sama fagsviði eða svipuðu getur hann sótt um lögverndaða starfsheitið verkfræðingur hjá Verkfræðingafélagi Íslands. Matsnefnd VFÍ fer yfir umsóknina og ákveður hvort umsækjandi sé hæfur eður ei.[1]

Framlög til fjármálaverkfræðinnar breyta

  • Fischer Black
  • Phelim Boyle
  • Emanuel Derman
  • Robert Jarrow
  • Harry Markowitz
  • Robert C. Merton
  • Stephen Ross
  • Myron Scholes

Fischer Black, Robert C. Merton og Myron Scholes eiga eitt helst framlag til fjármálaverkfræðinnar. Þeir fundu upp hina merku Black and Scholes formúlu sem er hornsteinn afleiðu útreikninga.

Neðanmálsgreinar breyta

  1. Meira um inntökuskilyrði VFÍ má finna hér Geymt 17 mars 2012 í Wayback Machine.

Tenglar breyta