Fasani (eða fashani; fræðiheiti Phasianus colchicus) er hænsnfugl af fasanaætt. Fasanaveiðar eru vinsælar víða um lönd og er fasanar oft aldir sérstaklega til að sleppa á veiðilendur. Fasanar eru skrautlegir og stéllangir fuglar. Haninn hefur rauðleitan búk, dökkgrænan háls og höfuð. Andlitið er fiðurlaust og rautt á litinn. Hænan er brúnleit og ekki eins skrautleg. Heildarlengd fuglsins er 50-90 sm og þar af er stélið 20-50 sm. Vænghaf fasana er 70-90 sm. Hanar vega 770-1990 g og hænur 545-1450 g. Fasanar geta flogið en kjósa frekar að hlaupa. Þeir geta mest flogið í einu 5-6 km. Fasanar voru fluttir til Evrópu á tímum Rómverja og breiddust út um Vestur- og Mið-Evrópu á árunum 500-800 eftir Krist. Þeir bárust til Bretlands á 11. öld og til Svíþjóðar og Noregs á 18. og 19. öld. Á 19. og 20. öld hefur þeim verið sleppt víða um heim. Nyrstu stofnar fasana eru í Noregi, Svíþjóð og Finnlandi.

Fasani
Fasani (karlfugl) af blendingsstofni í Póllandi.
Fasani (karlfugl) af blendingsstofni í Póllandi.
Fasanahæna (kvenfugl) í Englandi.
Fasanahæna (kvenfugl) í Englandi.
Ástand stofns
Vísindaleg flokkun
Ríki: Dýraríki (Animalia)
Fylking: Seildýr (Chordata)
Flokkur: Fuglar (Aves)
Undirflokkur: Neornithes
Innflokkur: Neognathae
Yfirættbálkur: Galloanserae
Ættbálkur: Hænsnfuglar (Galliformes)
Ætt: Fashanaætt (Phasianidae)
Undirætt: Phasianinae
Ættkvísl: Phasianus
Tegund:
P. colchicus

Tvínefni
Phasianus colchicus
Linnaeus, 1758
Kvenfugl
Fasani af blendlingsstofni
Fasanar af kínverskum stofni
Fasanakarlfugl á flugi
Fasanaungi um 1 klst. eftir að hann kom úr eggi
Phasianus colchicus
Fuglar sem hafa verið fluttir inn verpa stundum í görðum
Nýútklakinn ungi úr ungavél

Fasani var fluttur til Noregs um 1870 og er varpfugl þar við snólétta staði nærri sjó. Norðurmörk heimkynna fasana í Noregi og Svíþjóð eru að mestu sunnan við -5 gráðu jafnhitalínuna fyrir janúar. Í náttúrulegum heimkynnum heldur fasani sig á láglendi, á hásléttum og í undirhlíðum fjalla. Hann forðast kalda staði þar sem snjór hylur jörð. Á veturna sækir hann í skóga eða tjálundi, á næturna er hann upp í tjám en lifir að öðru leyti niðri á jörð. Í Vestur- og Norður-Evrópu er fasani við ræktarlönd og nágrenni þeirra þar sem skiptast á akrar, limgerði, bithagar og trjálundir.

Fasani étur fræ, hnetur, ber og ýmis aldin, rætur, græna vaxtarsprota, liðdýr, ánamaðka, snigla og fleira. Hann étur á jörðunni og rótar í yfirborðinu. Fasanar eru sólgnir í korn eins og hveiti, hafra, bygg og maís. Aðalfæða á vorin er gras og hundasúrurætur fyrri part sumars, í júní og júlí grasfræ, ber í ágúst og september, akörn í október og nóvember og grasrætur og hundasúrurætur í desember. Skordýr voru mest étin á sumrin og haustin. Laukar og fræ af súruætt eru fæða á haustin en gras og smári og plönturætur á veturna.

Fasanar verða kynþroska ársgamlir. Haninn helgar sér óðal á vorin. Hann er fjölkvænisfugl og er hver óðalshani með á bilinu 1 - 5 hænur. Hanarnir halda tryggð við sama óðal árum meðan þeir lifa. Stærð óðala er vanalega undir 5 hekturum. Hanarnir hætta að verja óðöl sín þegar hænurnar eru búnar að verpa. Hver hæna verpir 10 - 12 eggjum og liggur á í 23 - 28 daga. Ungarnir fylgja móður sinni í 70 - 80 daga. Þeir geta flögrað stuttar vegalengdir tólf daga gamlir.

Fasani er staðfugl í náttúrulegum heimkynnum sínum og einnig þar sem honum hefur verið sleppt. Hann fer sjaldnast langt frá þeim stað og króknar því oft ef þar er of kalt. Fasani er vinsæll veiðifugl og er fasanaeldi stundað víða í Evrópu og fuglum sleppt í milljónatali á haustin í upphafi veiðitíma. Þar sem fasönum hefur verið sleppt þá hefur það haft áhrif á akurhænustofna og virðast akurhænur ekki þrífast á sama stað og fasanar.

Fasanar á Íslandi breyta

Fasanar finnast víða um heim þar sem þeir verpa ágætlega sem búrfuglar og geta aðlagað sig ýmis konar veðurfari. Talið er líklegt að fasanar geti þrifist á Suðurlandi í nágrenni við kornrækt og bithaga og þar sem eru limgerði og trjálundir en ólíklegt að fasanar geti myndað sjálfbæra villta stofna á Íslandi. Óheimilt er samkvæmt íslenskum lögum að sleppa dýrum út í náttúrna. Ekki hefur þótt skynsamlegt að sleppa fasönum út í íslenska náttúru á Íslandi vegna hættu á að smit berist frá þeim yfir í rjúpur en þær eru náskyldar fasönum. Hins vegar hafa fasanar sést í sumarhúsabyggðum í Grímsnesi og í Þrastaskógi.

Tenglar breyta


Tilvísanir breyta

 
Wikilífverur eru með efni sem tengist
   Þessi líffræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.