Fölsk minning er þegar einhver endurheimtir minningu sem gerðist í raun og veru aldrei eða á öðruvísi hátt en í raun og veru. Helstu orsakir falskra minninga eru almennt sefnæmi, virking tengdra upplýsinga, ílimun rangra upplýsinga og villandi eignun upptaka.

Mandela-áhrif breyta

Mandela-áhrif (e. Mandela effect) lýsa því þegar stór hópur fólks deilir sömu falskri minningu. Nafnið er dregið af Nelson Mandela vegna þess að heilmargir greindu frá því að hafa skærar og ítarlegar minningar af fréttaflutningi af andláti Nelson Mandela í fangelsi á tíunda áratugnum, þrátt fyrir að Mandela hafi dáið árið 2013, áratugum eftir að hann var látinn laus og eftir að hafa verið forseti Suður-Afríku frá 1994 til 1999.

Tilvísanir breyta