Fíloktetes (Sófókles)

Fíloktetes er harmleikur eftir forngríska skáldið Sófókles. Skáldin Æskýlos og Evripídes sömdu einnig harmleiki um Fíloktetes en þau eru ekki varðveitt. Leikritið var fyrst sett á svið árið 409 f.Kr. og vann fyrstu verðlaun á Dýonýsosarhátíðinni.

Leikritið gerist í Trójustríðinu (eftir atburðina sem Ilíonskviða lýsir en áður en Trója féll). Það fjallar um tilraunir Neóptólemosar og Ódysseifs til að sækja Fíloktetes og færa hann til Tróju.

Varðveitt leikrit Sófóklesar