Erwin Rudolf Josef Alexander Schrödinger (12. ágúst 18874. janúar 1961) var austurrísk–írskur eðlisfræðingur auk þess sem hann var „stærðfræðilegur“ líffræðingur. Hann er þekktur fyrir framlag sitt til skammtaeðlisfræðinnar og oft er hann talinn með í hópi þeirra hugsuða á bak við skammtafræði, auk Einstein og Heisenberg. Einkum er hann þekktur fyrir Schrödinger-jöfnuna en fyrir hana hlaut hann Nóbelsverðlaunin í eðlisfræði árið 1933. Hann er einnig þekktur fyrir kött Schrödingers, fræga hugsunartilraun sem hann lagði til eftir bréfaskipti við vin sinn, Albert Einstein.

Tenglar breyta

  • „Hver var Erwin Schrödinger og hvert var framlag hans til skammtafræðinnar?“. Vísindavefurinn.