Eric Kripke (fæddur 24. apríl 1974 í Toledo í Ohio) er bandarískur sjónvarpshöfundur, leikstjóri og framleiðandi. Hann þekktastur fyrir að vera höfundur sjónvarpsþáttanna Supernatural og Revolution.

Eric Kripke
Eric Kripke árið 2006
Fæddur24. apríl, 1974
StörfSjónvarpshöfundur, leikstjóri, framleiðandi

Einkalíf breyta

Kripke er fæddur í Toledo, Ohio. Bjó hann til heimagerðar kvikmyndir með vinum sínum til þess að sýna öðrum stúdentum. Stundaði nám við USC School of Cinematic Arts þaðan sem hann útskrifaðist árið 1996.[1]

Kripke er giftur og á einn son.[2]

Ferill breyta

Sjónvarp breyta

Fyrsta sjónvarpsverkefni Kripke er frá 2003 þar sem hann þróaði og skrifaði sjónvarpsþáttinn Tarzan fyrir The WB sjónvarpsstöðina en aðeins átta þættir voru gerðir.

Árið 2005 þróaði hann og skrifaði sjónvarpsþáttinn Supernatural sem var tekin upp af The WB sjónvarpsstöðinni en er núna sýndur á The CW sjónvarpstöðinni. Kripke tók stöðu framleiðslustjóra og yfirhandritshöfundar við þáttinn. Kripke yfirgaf þáttinn eftir fimmtu þáttaröðina. Kripke er enn titlaður sem framleiðlustjóri og sem sérstakur ráðgjafi við þáttinn en til þessa hafa verið framleiddar átta þáttaraðir.[3]

Í ágúst 2011, var tilkynnt að Kripke væri að þróa seríu fyrir The CW sjónvarpstöðina, sem myndi vera byggð á DC Comics persónunni Deadman en ekkert varð úr verkefninu.

Kripke þróaði nýja séríu sem heitir Revolution sem var tekin upp af NBC sjónvarpstöðinni haustið 2012. Kripke er titlaður sem framleiðslustjóri ásamt J.J. Abrams. Þátturinn var frumsýndur 17. September 2012 á NBC sjónvarpstöðinni.[4]

Kvikmyndir breyta

Fyrsta kvikmyndaverkefni Kripke voru kvikmyndirnar Battle of the Sexes og Truly Committed sem hann sjálfur skrifaði handritið að og leikstýrði árið 1997.

Árið 2005 skrifaði hann handritið að hryllingsmyndinni Boogeyman .

Kvikmyndir og sjónvarp breyta

Handritshöfundur breyta

  • 2012-til dags: Revolution (11 þættir)
  • 2013: Haunted
  • 2005-til dags: Supernatural (167 þættir) (sem höfundur þáttarins)
  • 2012: Deadman (skrifað af)
  • 2011: Supernatural: The Animation ( 5 þættir)
  • 2010: Ghostfacers (10 þættir)
  • 2008: Boogeyman 3 (byggt á persónum eftir Kripke)
  • 2007: Boogeyman 2 (persónur)
  • 2005: Boogeyman
  • 2003: Tarzan (8 þættir)
  • 1997: Truly Committed
  • 1997: Battle of the Sexes

Framleiðandi breyta

  • 2012-til dags: Revolution (Framleiðslustjóri)
  • 2013: Haunted (Framleiðslustjóri)
  • 2012: Deadman (Framleiðslustjóri)
  • 2005-til dags: Supernatural (Framleiðslustjóri)
  • 2011: The Adjustment Bureau (Aðstoðarframleiðandi)
  • 2010: Ghostfacers (10 þættir/Framleiðslustjóri)
  • 2005: Boogeyman (Meðframleiðandi)
  • 2003: Tarzan (8 þættir/Meðframleiðandi)

Leikstjóri breyta

  • 2013: Haunted
  • 2007-2009: Supernatural (2 þættir)
  • 1997: Truly Committed
  • 1997: Battle of the Sexes

Verðlaun og tilnefningar breyta

Austin Film Festival

  • 1997: Tilnefndur fyrir bestu stuttmyndina fyrir Truly Committed .

SFX verðlaunin, UK

  • 2011: Tilnefndur fyrir besta sjónvarpshandritið fyrir Supernatural fyrir þáttinn Swan Song með Steve Boyum og Eric ´Giz´ Gewirtz .

Slamdance Film Festival

  • 1998: Verðlaun fyrir bestu stuttmyndina fyrir Truly Committed.


Árið 2008 þá var hann nefndur einn af meisturum hrollvekjunnar af TelevisionWeek fyrir starf sitt í sjónvarpi.[5]

Neðanmálsgreinar breyta

  1. „USC School of Cinematic Arts - Friends & Alumni - Notable“. The University of Southern California. Afrit af upprunalegu geymt þann 29. ágúst 2006. Sótt 11. október 2006.
  2. Sean Elliott (7/25/2007). „Exclusive Interview: Eric Kripke Says War is Hell on 'Supernatural' Season 3“. iF Magazine. Afrit af upprunalegu geymt þann 4. október 2007. Sótt 13. febrúar 2012.
  3. „the leading science fiction, fantasy and horror magazine“. SFX. 17. febrúar 2010. Sótt 23. febrúar 2010.
  4. Michael Ausiello (2. febrúar 2012). „Pilot Scoop: NBC Orders J.J. Abrams/Eric Kripke Thriller Revolution“. TVLine. Afrit af upprunalegu geymt þann 7. ágúst 2012. Sótt 26. ágúst 2012.
  5. „Master of Horror: Eric Kripke“. Afrit af upprunalegu geymt þann 2. október 2008. Sótt 7. september 2009.

Heimildir breyta

Fyrirmynd greinarinnar var „Eric Kripke“ á ensku útgáfu Wikipedia. Sótt 7. september 2009.

Tenglar breyta