Elinóra af Provence

Elinóra af Provence (um 122324./25. júní 1291) var eiginkona Hinriks 3. Englandskonungs og drottning Englands frá 1236 til 1272.

Elinóra af Provence. Höfuð af höggmynd í Westminster Abbey.

Hún var næstelst fjögurra dætra Ramon Berenguer 4., greifa af Provence, og Beatrice af Savoja. Systurnar fjórar, sem voru orðlagðar fyrir fegurð, urðu allar drottningar: Margrét varð drottning Frakklands, Elinóra Englandsdrottning, Sanchia (Cynthia) varð drottning Þýskalands og Beatrice drottning Sikileyjar. Gengið var frá trúlofun Elinóru og Hinriks 22. júní 1235 og var þá líklega tólf ára að aldri en hann 28 ára. Þau giftust svo 14. janúar 1236 og hittust í fyrsta skipti á brúðkaupsdaginn. Sama dag var Elinóra krýnd drottning Englands.

Elinóra var vel menntuð, greind og sögð gott ljóðskáld. Hún var líka mjög áhugasöm um tísku og fatnað og innleiddi nýja fatatísku á Englandi. Hún studdi mann sinn eindregið og var honum trú en var þó óvinsæl meðal landsmanna og þó sérstaklega Lundúnabúa, einkum vegna franskra ættingja sinna, sem komust til mikilla metorða við hirð Hinriks. Þegar bát drottningar var siglt niður Thames 13. júlí 1263 var hann grýttur með steinum, leir, fúleggjum og skemmdu grænmeti og Elinóra slapp naumlega undan.

Hún virðist hafa haldið sérstaklega mikið upp á Játvarð son sinn og ríkiserfingja en þegar yngsta barn hennar, Katrín, sem var heyrnarlaus, dó þriggja ára gömul voru báðir foreldrarnir frá sér af sorg. Eftir að Hinrik dó og Játvarður var konungur ól Elinóra upp nokkur barnabörn sín. Hún dó í júní 1291.

Önnur börn þeirra Hinriks sem upp komust voru Margrét Skotadrottning, kona Alexanders 3., Beatrice, kona Jóhanns 2. hertoga af Bretagne og Játmundur krossbakur, jarl af Lancaster.

Heimildir breyta