Eldborgargil er nyrsti hluti skíðasvæðisins í Bláfjöllum. Þar eru nú starfræktar fjórar skíðalyftur sem allar heita eftir persónum í Tinna-bókunum.

Skíðadeild Knattspyrnufélagsins Fram, sem stofnuð var árið 1972, hefur frá upphafi haft höfuðstöðvar sínar í Eldborgargili. Þar reisti deildin lítið hús árið 1976, en árið 1989 var skíðaskálinn Eldborg tekinn í notkun.

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.