Eiríkur Magnússon Svíakonungur

Eiríkur Magnússon (133921. júní 1359) eða Eiríkur 12. var konungur Svíþjóðar og Skáns frá 1357 til dauðadags.

Innsigli Eiríks konungs Magnússonar.

Eiríkur var eldri sonur Magnúsar Eiríkssonar, konungs Svíþjóðar og Noregs, og konu hans Blönku af Namur. Árið 1343 var hann útnefndur ríkisarfi Svíþjóðar en Hákon bróðir hans, sem var ári yngri, varð ríkisarfi Noregs. Hákon ólst að mestu upp í Noregi og tók formlega við konungsvöldum 1355. Eiríkur fékk hins vegar engin völd og ekki einu sinni sæti í sænska ríkisráðinu. Þetta féll honum ekki vel og árið 1356 gerði hann uppreisn gegn föður sínum og varð vel ágengt, svo að Magnús neyddist til að skipta ríkinu með honum. Eiríkur fékk mestalla Suður-Svíþjóð og Finnland.

Árið 1359 sættust þeir feðgar og ákváðu að stýra Svíþjóð saman en fáeinum mánuðum síðar dó Eiríkur úr plágu. Hann hafði gifst Beatrix af Bæjaralandi, dóttur Loðvíks 4., árið 1356. Hún var þunguð þegar Eiríkur dó en lést á jóladag sama ár eftir að hafa alið andvana son. Þær sögur gengu að Blanka, móðir Eiríks, hefði byrlað þeim báðum eitur en nú er talið að þau hafi bæði dáið úr plágu.

Heimildir breyta


Fyrirrennari:
Magnús Eiríksson
Svíakonungur
(13571359)
Eftirmaður:
Magnús Eiríksson