Egill Ingibergsson (f. 10. janúar 1962) er leikmyndahöfundur og ljósahönnuður. Hann hefur verið tæknistjóri leiklistardeildar Listaháskóla Íslands um árabil, þar sem hann hefur tekið þátt í sköpunarvinnu flestra sýninga Nemendaleikhússins auk kennslu við skólann. Hann hefur lýst yfir sjötíu atvinnuleiksýningar og er höfundur leikmynda á þriðja tug leiksýninga hjá hinum ýmsu leikhúsum og hópum. Ennfremur hefur hann fengist við búningahönnun, hljóð- og myndbandavinnslu fyrir ófáar sýningar og unnið í kvikmyndum og sjónvarpi.

Egill hlaut Grímuverðlaunin fyrir lýsingu í Meistarinn og Margaríta hjá Hafnarfjarðarleikhúsinu og fyrir leikmynd Gullna hliðsins hjá Leikfélagi Akureyrar, auk tilnefningar.

Egill var formaður Félags leikmynda-og búningahöfunda og stjórnarmaður í Bandalagi íslenskra listamanna í nokkur ár.

  Þetta æviágrip er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.