Efsta deild karla í knattspyrnu 1912

Árið 1912 var fyrsta Íslandsmótið í knattspyrnu haldið. Þrjú lið skráðu sig til keppnis, Fótboltafélag Reykjavíkur (síðar KR), Knattspyrnufélagið Fram og Knattspyrnufélag Vestmannaeyja (síðar ÍBV). Mótið fór fram dagana 28. júní - 2. júlí 1912. Pétur Jón Hoffman Magnússon skoraði fyrsta markið á Íslandsmóti í knattspyrnu. Fótboltafélag Reykjavíkur fór með sigur af hólmi.

Sigurlið FR[1] (í hvítum skyrtum) og lið Fram (dökkum treyjum) eftir fyrsta íslandsmeistaramótið.


Framgangur mótsins breyta

Það var þann 28. júní árið 1912 sem að fyrsti leikur fyrsta Íslandsmótsins í knattspyrnu var leikinn. Mótið hafði átt að hefjast degi síðar, en var flýtt um einn dag vegna þess að Eyjamenn vildu komast heim til sín á sunnudeginum 30. júní, en þann dag lagði millilandaskipið Ceres úr Reykjavíkurhöfn.

Fyrsti leikur mótsins var leikur Fótboltafélags Reykjavíkur og Fram. Pétur Hoffmann Magnússon kom Fram yfir í fyrri hálfleik, en Ludvig A. Einarsson jafnaði fyrir FR í síðari hálfleik. Um 500 áhorfendur voru á Íþróttavellinum við Melana og lauk leiknum með 1-1 jafntefli. Um leikinn var m.a. skrifað:

„Þeir Fram-menn báru íslenska liti í klæðaburði, bláar peysur og hvítar brækur, en hinir voru hvítir og svartir.“.
 
Leiðin sem leikmenn ÍBV ferðuðust á leið sinni á fyrsta Íslandsmótið í knattspyrnu árið 1912[2]

Næsti leikur Íslandsmótsins var leikur Fótboltafélags Reykjavíkur og Knattspyrnufélags Vestmannaeyja. Fótboltafélagið vann þann leik nokkuð sannfærandi 3-0. Leikurinn var hinsvegar hinn harðasti, af þeim 12 leikmönnum sem komu frá Vestmannaeyjum til að taka þátt voru einungis 7 leikfærir eftir þennan tapleik. Þurftu þeir því að gefa leikinn gegn Fram.[2] Í samtímaheimildum má á einum stað lesa svo um þennan leik:

„Meira var hugsað um að hlaupa á manninn en leika boltanum, sumir voru brenglaðir fyrir leikinn og sumir orðið að ganga úr leik meðan á leik stóð svo að uppi stóðu aðeins sjö leikmenn, svo hætt var við frekari keppni og farið með næsta póstskipi til Eyja.“

Mikil vonbrigði fyrir Eyjamenn sem lögðu á sig heilmikið ferðalag. [3]

Fyrst að Eyjamenn voru úr leik og lið KR og Fram höfðu einungis gert jafntefli í fyrsta leik sínum þurfti að leika til þrautar og var úrslitaleikur Íslandsmótsins haldinn 2. júlí.

 
KR keppir gegn Fram á Íþróttavellinum á Melunum.

Stöðutafla breyta

Sæti Félag L U J T Sk Fe Mm Stig
1   FR 2 1 1 0 4 1 +3 3
2   Fram 2 1 1 0 1 1 +0 3
3   KV 1 0 0 1 0 3 -3 0

Útskýringar: L = Leikir spilaðir, U = Leikir sigraðir, J = Leikjum sem lauk með jafntefli, T = Tapaðir leikir, Sk = Mörk skoruð, Fe = Mörk fengin á sig, Mm = Markamunur

Töfluyfirlit breyta

Allir leikirnir voru spilaðir á Íþróttavellinum á Melunum

Úrslit (▼Heim., ►Úti)      
  Fram 3-0[4] 1-1
  ÍBV 0-3
  KR
  Heimasigur
  Jafntefli
  Útisigur


Úrslitaleikur breyta

2. júlí 1912
21:00 GMT
KR   3 – 2   Fram Íþróttavöllurinn á Melunum, Ísland
Áhorfendur: Um 500
Dómari: Ólafur Rósenkranz[2]
Kjartan Konráðsson   Fh.'

Ludvig A. Einarsson   Fh.'
Björn Þórðarson   Fh.'

Leikskýrsla   Fh.'

Hinrik Thorarensen
  Sh.' Friðþjófur Thorsteinsson

 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 


FÓTBOLTAFÉLAG REYKJAVÍKUR:
Mv   Geir Konráðsson
HB   Jón Þorsteinsson
MV   Skúli Jónsson
VB   Kristinn Pétursson
HM   Niehjohníus Z. Ólafsson
VM   Sigurður Guðlaugsson
HK   Davíð Ólafsson
VK   Björn Þórðarson
F   Guðmundur H. Þorláksson
F   Ludvig A. Einarsson
F   Kjartan Konráðsson
Varamenn:
Mv   Erlendur Hafliðason
F   Benedikt G. Waage
Knattspyrnufélagið Fram:
Mv   Gunnar H. Kvaran
HB   Ágúst Ármann
MV   Tryggvi Magnússon
VB   Arreboe Clausen
HM   Hinrik Thorarensen  
VM   Sigurður Ó. Lárusson
HK   Magnús Björnsson
VK   Karl G. Magnússon
F   Pétur Jón Hoffman Magnússon
F   Friðþjófur Thorsteinsson
F   Gunnar Halldórsson
Varamenn:
M   Sigurður Ingimundarson  

Markahæstu menn breyta

# Þjó Leikmaður Félag Mörk Leikir
1     Ludvig A. Einarsson KR 2 2
2     Björn Þórðarson KR 1 2
2     Friðþjófur Thorsteinsson Fram 1 2
2     Hinrik Thorarensen Fram 1 2
2     Kjartan Konráðsson KR 1 2
2     Pétur Jón Hoffman Magnússon Fram 1 2


  Fótboltafélag Reykjavíkur - Íslandsmeistari árið 1912 

M Geir Konráðsson |  Jón Þorsteinsson |  Kristinn Pétursson |  Skúli Jónsson |  Sigurður Guðlaugsson |  Nieljohnius Ólafsson |  Kjartan Konráðsson |  Björn Þórðarson |  Ludvig Einarsson |  Guðmundur Þorláksson |  Davíð Ólafsson |  Benedikt G. Waage |

Sigurvegari úrvalsdeildar 1912
 
FR[1]
1. Titill


Fyrir:
Engin
Úrvalsdeild Eftir:
Úrvalsdeild 1913
  Besta deild karla • Lið í Besta deild 2024  

  Stjarnan •   FH  •   KR  •   Víkingur  •   Valur  •   KA  
  Breiðablik  •   ÍA  •  HK  •   Grótta  •   Fylkir  •   Fjölnir

Leiktímabil í efstu deild karla (1918-2024) 

1918191919201921192219231924192519261927
1928192919301931193219331934193519361937
1938193919401941194219431944194519461947
1948194919501951195219531954195519561957
1958195919601961196219631964196519661967
1968196919701971197219731974197519761977
1978197919801981198219831984198519861987
1988198919901991199219931994199519961997
1998199920002001200220032004200520062007
2008200920102011201220132014201520162017
2018201920202021202220232024

MjólkurbikarinnLengjubikarinnPepsi Max deild
1. deild2. deild3. deild4. deild

----------------------------------------------------------------------------------------------
Mjólkurbikar kvennaLengjubikar kvennaMeistarakeppni kvenna
Úrvalsdeild kvenna1. deild kvenna2. deild kvenna
DeildakerfiðKSÍÍslandshorniðReykjavíkurmótiðFótbolti.net mótið


Heimild breyta

Tilvísanir breyta

  1. 1,0 1,1 Lið Knattspyrnufélags Reykjavíkur hét Fótboltafélag Reykjavíkur til ársins 1915, þegar það breytti yfir í Knattspyrnufélag Reykjavíkur
  2. 2,0 2,1 2,2 Sigmundur Ó. Steinarsson (2011). 100 ára saga Íslandsmótsins í knattspyrnu (fyrra bindi). KSÍ.
  3. Hermann Kr Jónsson (1995). 50 ára afmælisriti ÍBV.
  4. ÍBV þurfti að gefa leikinn á móti Fram vegna þess að þeir áttu einungis 7 leikfæra menn eftir leikinn gegn KR.