Edduverðlaunin 2007

Edduverðlaunin 2007 eru afhending Edduverðlauna Íslensku kvikmynda- og sjónvarpsakademíunnar sem fór fram á Hótel Hilton Nordica sunnudaginn 11. nóvember 2007. Aðalkynnar kvöldsins voru Þorsteinn Guðmundsson og Ólafía Hrönn Jónsdóttir.

Þær breytingar urðu á verðlaunaflokkum að flokknum „Leikari/leikkona í aðalhlutverki“ var skipt í tvennt og þrír tilnefndir í hvorum flokknum „leikari í aðalhlutverki“ og „leikkona í aðalhlutverki“. Fyrir sjónvarpsefni var flokknum „sjónvarpsþáttur ársins“ skipt í „frétta- og/eða viðtalsþáttur“ ársins annars vegar og „menningar- og/eða lífstílsþáttur ársins“ sem ásamt flokknum „skemmtiþáttur ársins“ gera þrjá flokka fyrir sjónvarpsþætti í stað tveggja áður. Flokkurinn „myndataka og klipping“ sem hafði verið með árið 2005 var aftur tekinn upp. Alls voru því veitt verðlaun í sextán flokkum, auk heiðursverðlauna ÍKSA.

Sigurmynd hátíðarinnar var kvikmyndin Foreldrar eftir Ragnar Bragason með sex verðlaun. Tvær myndir með tilvísun í Breiðavíkurmálið voru tilnefndar þetta árið, heimildarmyndin Syndir feðranna og kvikmynd Guðnýjar Halldórsdóttur, Veðramót. Tveir sjónvarpsþættir fengu verðlaun sem besti frétta-/viðtalsþáttur ársins; Kompás á Stöð 2 og Út og suður á RÚV. Egill Helgason var bæði valinn sjónvarpsmaður ársins og bókmenntaþáttur hans, Kiljan, var valinn menningar-/lífstílsþáttur ársins.

Tilnefningar og handhafar Edduverðlauna 2007 breyta

Handhafar Edduverðlaunanna í hverjum flokki eru feitletraðir og gulllitaðir.

Kvikmynd ársins breyta

Titill Leikstjóri
Foreldrar Ragnar Bragason
Vandræðamaðurinn Jens Lien
Veðramót Guðný Halldórsdóttir

Leikið sjónvarpsefni ársins breyta

Sjónvarpsefni Sjónvarpsstöð
Næturvaktin Stöð 2
Sigtið án Frímanns Gunnarssonar SkjárEinn
Stelpurnar Stöð 2

Stuttmynd ársins breyta

Stuttmynd Leikstjóri
Bræðrabylta Grímur Hákonarson
Skröltormar Hafsteinn G. Sigurðsson
Anna Helena Stefánsdóttir

Leikstjóri ársins breyta

Leikstjóri Kvikmynd
Guðný Halldórsdóttir Veðramót
Gunnar B. Guðmundsson Astrópía
Ragnar Bragason Foreldrar

Handrit ársins breyta

Handritshöfundur Kvikmynd/Þáttur
Guðný Halldórsdóttir Veðramót
Ragnar Bragason, Nanna Kristín Magnúsdóttir, Ingvar E. Sigurðsson, Víkingur Kristjánsson og Vesturport Foreldrar
Jóhann Ævar Grímsson, Jón Gnarr, Jörundur Ragnarsson, Pétur Jóhann Sigfússon og Ragnar Bragason Næturvaktin

Leikkona í aðalhlutverki breyta

Leikkona Kvikmynd
Hera Hilmarsdóttir Veðramót
Nanna Kristín Magnúsdóttir Foreldrar
Tinna Hrafnsdóttir Veðramót

Leikari í aðalhlutverki breyta

Leikari Kvikmynd/Þáttur
Gunnar Hansson Sigtið án Frímanns Gunnarssonar
Ingvar E. Sigurðsson Foreldrar
Pétur Jóhann Sigfússon Næturvaktin

Leikari/leikkona í aukahlutverki breyta

Leikkona Kvikmynd
Björn Ingi Hilmarsson Bræðrabylta
Gunnur Martinsdóttir Schlüter Veðramót
Jörundur Ragnarsson Veðramót
Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir Köld slóð
Þorsteinn Bachmann Veðramót

Heimildarmynd ársins breyta

Heimildamynd Leikstjóri
Heima Dean DeBlois
Lifandi í Limbó Hrafnhildur Gunnarsdóttir, Tina Naccache og Erica Marcus
Syndir feðranna Ari Alexander Ergis Magnússon og Bergsteinn Björgúlfsson

Frétta- og/eða viðtalsþáttur ársins breyta

Sjónvarpsþáttur Sjónvarpsstöð
Kompás Stöð 2
Út og suður RÚV
Willtir Westfirðir RÚV

Menningar- og/eða lífstílsþáttur ársins breyta

Sjónvarpsþáttur Sjónvarpsstöð
07/08 Bíó Leikhús RÚV
Kiljan RÚV
Tíu fingur RÚV

Skemmtiþáttur ársins breyta

Skemmtiþáttur Sjónvarpsstöð
Gettu betur RÚV
Tekinn 2 Stöð 2
Útsvar RÚV

Sjónvarpsmaður ársins breyta

Nafn Sjónvarpsstöð
Edda Andrésdóttir Stöð 2
Egill Helgason RÚV
Jóhannes Kr. Kristjánsson Stöð 2
Þóra Arnórsdóttir RÚV
Þorsteinn J. Vilhjálmsson RÚV

Myndataka og klipping breyta

Handhafi Kvikmynd
Bergsteinn Björgúlfsson fyrir myndatöku í Foreldrum
G. Magni Ágústsson fyrir myndatöku í Heima
Víðir Sigurðsson fyrir myndatöku í Kaldri slóð

Hljóð og tónlist breyta

Handhafi Kvikmynd
Birgir Jón Birgisson og Ken Thomas fyrir hljóðvinnslu í Heima
Gunnar Árnason fyrir hljóðvinnslu í Kaldri slóð
Pétur Einarsson fyrir hljóðvinnslu í Veðramótum


Útlit myndar breyta

Handhafi Kvikmynd
Árni Páll Jóhannsson fyrir leikmynd í Kaldri slóð
Rebekka Ingimundardóttir fyrir búninga í Veðramótum
Tonie Zetterström fyrir leikmynd í Veðramótum

Heiðursverðlaun ÍKSA 2007 breyta

Nafn
Árni Páll Jóhannsson leikmyndahönnuður

Framlag Íslands til forvals Óskarsins breyta

Kvikmynd Leikstjóri
Mýrin Baltasar Kormákur
Köld slóð Björn Br. Björnsson
Foreldrar Ragnar Bragason
Astrópía Gunnar B. Gudmundsson
Veðramót Guðný Halldórsdóttir