Eddie Cahill (fæddur Edmund Patrick Cahill, 15. janúar 1978) er bandarískur leikari sem er þekktastur fyrir hlutverk sín í CSI: NY og Friends.

Eddie Cahill
Eddie Cahill
Eddie Cahill
Upplýsingar
FæddurEdmund Patrick Cahill
15. janúar 1978 (1978-01-15) (46 ára)
Ár virkur2000 -
Helstu hlutverk
Tag Jones í Friends
Rannsóknarfulltrúinn Don Flack í CSI: NY

Einkalíf breyta

Cahill fæddist í New York-borg, New York-fylki í Bandaríkjunum og er af írskum og ítölskum uppruna.

Cahill stundaði nám við Skidmore College í Saratoga Springs, New York[1] og Atlantic Theater Acting School sem er hluti af Tisch Scool of the Arts við New York-háskólann.[2][3]

Ferill breyta

Fyrsta hlutverk Cahill var í sjónvarpsþættinum Sex and the City (2000). Árið 2000 var Cahill boðið hlutverk í Friends sem Tag Jones kærasti Rachelar. Árið 2004 var Cahill boðið hlutverk í CSI: NY sem rannsóknarfulltrúinn Don Flack og hefur verið einn af aðalleikurunum síðan þá.

Kvikmyndir og sjónvarp breyta

Kvikmyndir
Ár Kvikmynd Hlutverk Athugasemd
2004 Miracle Jim Craig
2005 Lords of Dogtown Larry Gordon
2008 This Is Not a Test Robert Forte
2008 The Narrows Nicky Shades Í eftirvinnslu
Sjónvarp
Ár Titill Hlutverk Athugasemd
2000 Sex and the City Sean Þáttur: Boy, Girl, Boy, Girl...
2000 Charmed Sean Þáttur: Sight Unseen
2000 Felicity James 3 þættir
2001 Law & Order: Special Victims Unit Tommy Dowd Þáttur: Folly
2000-2001 Friends Tag Jones 7 þættir
2002 Glory Days Mike Dolan 9 þættir
2002 Haunted Nicholas Trenton 2 þættir
2002 Dawson´s Creek Max Winter Þáttur: Everything Pu Together Falls Apart
2004- til dags CSI: NY Rannsóknarfulltrúinn Don Flack 162 þættir

Tilvísanir breyta

  1. „Skidmore Theater actors“ Geymt 27 maí 2010 í Wayback Machine. Skoðað 10. apríl 2011.
  2. „Atlantic Acting School alumni“ Geymt 25 júlí 2011 í Wayback Machine. Skoðað 10. apríl 2011.
  3. „Atlantic Theater Company Acting School“ Geymt 20 júlí 2011 í Wayback Machine. Skoðað 10. apríl 2011.

Heimildir breyta

Tenglar breyta