EV6 Fljótaleiðin eða Atlantshaf-Svartahaf er 3.653 km EuroVelo-hjólaleið sem liggur frá Saint-Nazaire við ósa árinnar Loire í FrakklandiConstanța við Svartahafsströnd Rúmeníu. Leiðin fylgir nokkrum stórum ám eftir. Hún liggur meðfram stórum hluta Loire, hluta af Saône og Rínarfljóti og nær allri Dóná. Leiðin fer í gegnum 10 lönd, Frakkland, Sviss, Þýskaland, Austurríki, Slóveníu, Ungverjaland, Serbíu, Króatíu, Búlgaríu og Rúmeníu.

Kort sem sýnir EV6.

Hluti leiðarinnar er á vinsælustu hjólaleið Evrópu, Dónárhjólastígnum, sem liggur milli Donaueschingen og Passau í Þýskalandi og heldur áfram til Vínarborgar, Novi Sad og BelgradDónárósum. Víða er hægt að velja tvær leiðir eftir því hvorum bakka árinnar farið er eftir.

Leiðin breyta

Myndir breyta

Tenglar breyta