Don Kíkóti (spænska Don Quijote de la Mancha, IPA: [don ki'xote ð̞e la 'manʧa]) er skáldsaga eftir spænska rithöfundinn Miguel de Cervantes. Fyrri hluti verksins kom fyrst út þann 16. janúar 1605 en sá síðari ekki fyrr en árið 1615 og hafði þá falsaður seinni hluti verið í umferð um hríð. Verkið er af mörgum talið fyrsta nútímalega skáldsagan og eitt fremsta bókmenntaverk sem ritað hefur verið á spænsku og eitt af því sem langmest er þýtt af þeirri tungu. Verkið gengur á hólm við riddarasöguna og skopstælir hana grimmilega, en formið var mjög vinsælt á tímum Cervantesar. Áhrif verksins á evrópska frásagnarlist allar götur síðan eru gífurleg.

Don Kíkóti
Styttur af don Kíkóta og Sansjó Pansa eftir Lorenzo Coullaut Valera í Madríd. Í bakgrunni er stytta af Miguel de Cervantes.
HöfundurMiguel de Cervantes
Titill á frummáliEl ingenioso hidalgo don Quixote de la Mancha
ÞýðandiGuðbergur Bergsson
LandSpánn
TungumálSpænska
ÚtgefandiFrancisco de Robles
Útgáfudagur1605; fyrir 419 árum (1605) (fyrri hluti)
1615; fyrir 409 árum (1615) (seinni hluti)

Tenglar breyta

 
Á Wikiheimild er að finna texta sem tengist


   Þessi bókmenntagrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.