Derek Alton Walcott (23. janúar 1930 - 17. mars 2017) var eitt helsta ljóðskáld enskrar tungu á ofanverðri 20. öld. Hann er einnig leikritahöfundur, leikstjóri og hefur auk þess getið sér gott orð sem listmálari. Derek hlaut Nóbelsverðlaunin í bókmenntum árið 1992. Þekktustu verk hans eru hið epíska ljóð Omeros, sem er yfir 300 blaðsíður, ljóðabækurnar The Star-Apple Kingdom og Another Life, sem fjallar um æsku hans á Sankti Lúsíu. Robert Graves sagði á sjöunda áratugnum um Derek Walcott að hann beitti enskunni af meiri skilningi á innri töfrum hennar en flestir (ef ekki allir) samtímamenn hans. [1] [2]

Derek Walcott í Amsterdam 20. maí 2008

Æska breyta

Derek Walcott fæddist í Castries á Sankti Lúsíu í Karíbahafi og er tvíburabróðir Rodericks (1930-2000), sem var leikritaskáld á Sankti Lúsíu og í Kanada. Systir þeirra, Pamela St. Hill, er tveimur árum eldri en þeir bræður. Faðir þeirra, Warwick, sem var opinber starfsmaður, frístundamálari og háðskáld, lést úr afleiðingum stikilbólgu þegar bræðurnir voru á fyrsta ári. Móðir þeirra, Alix, var kennari í Meþódistaskóla. Hún giftist ekki aftur, heldur ól börn sín upp ein og lifði það að verða níræð. Báðir afar þeirra voru hvítir Evrópumenn, en báðar ömmurnar af afrísku bergi brotnar og komnar af þrælum.

Nám og starfsár breyta

Eftir að hafa stundað nám á Sankti Lúsíu í St. Mary’s college hélt hann í framhaldsnám til Jamaíku árið 1949, og stundaði nám í Háskóla Vestur-Indíu í Kingston, og nam þar ensku, frönsku og latínu. Þaðan flutti hann til Trínidad árið 1953, og starfaði þar sem myndlista- og leiklistargagnrýnandi. Hann nam leikhúsfræði í New York á árunum 1958-1959 og bjó eftir það í Bandaríkjunum og á Trinidad. Þar stofnaði hann Trinidad Theater Workshop árið 1959, og frumsýndi helstu leikverk sín. Hann var virkur þátttakandi leikhússins til ársins 1976. Í Bandaríkjanum kenndi Derek skapandi skrif við Boston háskóla (BU) eða allt til ársins 2007. Eftir að hann hætti þar hefur hann ferðast um og haldið fyrirlestra og komið fram á ljóðaupplestrum. Árið 2009 sóttist hann eftir stöðu í Oxford háskóla sem prófessor í ljóðlist (Oxford Professor of Poetry), en dró umsókn sína tilbaka þegar upp kom staðhæfing þess efnis að hann hafði verið sakaður um kynferðislega áreitni í Boston. [3]

Ljóðabækur breyta

  • (1948) 25 Poems
  • (1949) Epitaph for the Young: Xll Cantos
  • (1951) Poems
  • (1962) In a Green Night: Poems 1948–60
  • (1964) Selected Poems
  • (1965) The Castaway and Other Poems
  • (1969) The Gulf and Other Poems
  • (1973) Another Life
  • (1976) Sea Grapes
  • (1979) The Star-Apple Kingdom
  • (1981) Selected Poetry
  • (1981) The Fortunate Traveller
  • (1983) The Caribbean Poetry of Derek Walcott and the Art of Romare Bearden
  • (1984) Midsummer
  • (1986) Collected Poems, 1948-1984
  • (1987) The Arkansas Testament
  • (1990) Omeros
  • (1997) The Bounty
  • (2000) Tiepolo's Hound
  • (2004) The Prodigal
  • (2007) Selected Poems
  • (2010) White Egrets

Leikrit breyta

  • (1950) Henri Christophe: A Chronicle in Seven Scenes
  • (1951) Harry Dernier: A Play for Radio Production
  • (1953) Wine of the Country
  • (1954) The Sea at Dauphin: A Play in One Act
  • (1957) Ione
  • (1958) Drums and Colours: An Epic Drama
  • (1958) Ti-Jean and His Brothers
  • (1966) Malcochon: or, Six in the Rain
  • (1967) Dream on Monkey Mountain
  • (1970) In a Fine Castle
  • (1974) The Joker of Seville
  • (1974) The Charlatan
  • (1976) O Babylon!
  • (1977) Remembrance
  • (1978) Pantomime
  • (1980) The Joker of Seville and O Babylon!: Two Plays
  • (1982) The Isle Is Full of Noises
  • (1986) Three Plays (The Last Carnival, Beef, No Chicken, and A Branch of the Blue Nile)
  • (1991) Steel
  • (1993) Odyssey: A Stage Version
  • (1997) The Capeman (Textar í samvinnu við Paul Simon)

Tilvísanir breyta

  1. Robert Graves: Derek Walcott handles English with a closer understanding of its inner magic than most (if not any) of his contemporaries.
  2. The Great Modern Poets; Google bækur
  3. That hound dog Derek Walcott is always flirting, says woman at centre of Oxford poetry scandal; af Dailymail.co.uk

Tenglar breyta

   Þetta æviágrip sem tengist bókmenntum er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.