Dennis Kucinich

Bandarískur stjórnmálamaður

Dennis John Kucinich (f. 8. október 1946) er bandarískur stjórnmálamaður, fæddur í Cleveland í Ohio fylki. Hann gegndi starfi þingmanns í neðri deild bandaríska þingsins fyrir heimafylki sitt. Hann sóttist eftir tilnefningu Demókrata sem forsetaframbjóðandi í Bandarísku forsetakosningunum árin 2004 og 2008.

Dennis Kucinich

Kucinich gegndi embætti borgarstjóra Cleveland borgar á árunum 1977-1979. Hann var aðeins 31 árs að aldri þegar hann gegndi þessu embætti og var á þeim tíma yngsti borgarstjóri sem hafði farið með völd í bandarískri stórborg. Borgarstjóratíð hans var mjög róstursöm og eitt mesta átakamálið var þegar Kucinich neitaði að einkavæða orkufyrirtæki borgarinnar, Cleveland Public Power.


  Þessi æviágripsgrein sem tengist stjórnmálum og Bandaríkjunum er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.