Davis-bikarinn er heimsmeistaramót karlalandsliða í tennis sem er haldið árlega. Keppnin er haldin af Alþjóðatennisambandinu og er útsláttarkeppni. Sambærilegt tennismót kvennalandsliða er Fed-bikarinn.

Davis-bikarinn árið 2012.

Uppbygging breyta

Landslið keppa í þremur svæðiskeppnum (Ameríka, Asía/Eyjaálfa og Evrópa/Afríka). Landslið eru dregin í riðla eftir styrkleikalista sem er gefinn út af Alþjóðatennisambandinu. Gull og silfurhafar síðasta móts eru alltaf í efstu styrkleikasætunum.

Landslið í A-riðli keppa á svæðismóti. Sigurvegarar fyrstu umferðar spila umspilunarleik við taplið A-riðilsins. Þau landslið sem sigra umspilunarleikinn spila í Heimsmeistarariðlinum að ári liðnu, en þau lið sem tapa keppa áfram í A-riðli á næsta ári.

Umspilunarleikir eru spilaðir í A- og B-riðlum, þar sem tapliðin fara niður um riðil. Lið í C- og D-riðli spila sín á milli í deild þar sem stigagjöfin ræður hvaða lið fer upp um deild og hvaða lið fer niður um deild.

Riðlakerfið (2010) breyta

Stig

Riðlar

1

Heimsmeistara riðill
16 landslið

2

Ameríku Riðill A
5 landslið

Evrópu og Afríku Riðill A
11 landslið

Asíu og Eyjaálfu Riðill A
8 landslið

3

Ameríku Riðill B
8 landslið

Evrópu og Afríku Riðill B
16 landslið

Asíu og Eyjaálfu Riðill B
8 landslið

4

Ameríku Riðill C
8 landslið

Evrópu Riðill C
9 landslið

Afríku Riðill C
12 landslið

Asíu og Eyjaálfu Riðill C
8 landslið

5

Ameríku Riðill D
5 landslið

Asíu og Eyjaálfu Riðill D
10 landslið

Heimild breyta