Daníel Ágúst Haraldsson

Íslenskur tónlistarmaður
(Endurbeint frá Daníel Ágúst)

Daníel Ágúst Haraldsson (f. 26. ágúst 1969) er íslenskur söngvari. Hann er söngvari hljómsveitanna Ný Dönsk og GusGus. Hann söng lagið „Það sem enginn sér“ í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva 1989 og lenti í síðasta sæti (0 stig). Sama ár útskrifaðist hann úr Menntaskóla Reykjavíkur og gaf út plötuna, Ekki er á allt kosið, með hljómsveitinni Nýdönsk, þar sem hann er aðalsöngvari, ásamt Birni Jörundi Friðbjörnssyni. Nýdönsk er starfandi og hafa þeir gefið út 13 plötur, og spila enn á tónleikum um allt land.

Daníel Ágúst
Daníel með GusGus árið 2016
Fæddur26. ágúst 1969 (1969-08-26) (54 ára)
StörfSöngvari
  Þetta æviágrip sem tengist tónlist er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.