ad-Dajjal stundum skrifað Dajal er illmenni sem kemur fyrir í íslamskri heimsslitafræði. Samkvæmt spádómum í íslamstrú mun Dajjal birtast áður en dómsdagur rennur upp.

Dajjal er sambærilegur andkristi í Kristni og samkvæmt spádómum Múhammeðs mun hann birtast einhverstaðar á milli Sýrlands og Íraks. Hann mun síðan ferðast um heiminn og safna fylgismönnum og á sama tíma mun Isa (arabíska fyrir Jesús) snúa aftur og safna fylgismönnum. Samkvæmt spádómunum mun Isa síðan sigra Dajjal við Palestínu.