Dúkskot eða Vesturgata 13 var torfbær og tómthúsbýli reist í landi Hlíðarhúsa um 1800. Bærinn var nefndur Dúkskot eftir fyrsta ábúanda hans, Jóni Jónssyni, en hann var frá Dúki í Staðarhreppi í Skagafirði. Dúkskot var við Hlíðarhúsastíg (Vesturgötu) og stóð í núverandi götustæði Garðastrætis.

Sumarið 1925, Vesturgata 13, Dúkskot.
Fyrsta teikningin sem birtist í Morgunblaðinu var af Dúkskoti og var hluti af frétt um morðið.

Árið 1913 myrti Júlíana Silfa Jónsdóttir bróður sinn, Eyjólf Jónsson, með því að setja rottueitur í skyr hans. Bjó hann í Dúkskoti og var morðið á honum eitt fyrsta æsifréttaefni dagblaða í Reykjavík. [1] Júlíana var dæmd til lífláts árið 1914 en refsingin var milduð. Dúkskot var rifið um 1920.

Tilvísanir breyta

Heimildir breyta

   Þessi Reykjavíkurgrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.