Criminal Minds (2. þáttaröð)

Önnur þáttaröðin af Criminal Minds var frumsýnd 20. september 2006 og sýndir voru 23 þættir.

Leikaraskipti breyta

Leikkonan Lola Glaudini yfirgaf þáttinn eftir sex þætti og var skipt út fyrir Paget Brewster. Kirsten Vangsness var gerð að aðalleikara.

Aðalleikarar breyta

Þættir breyta

Titill Höfundur Leikstjóri Sýnt í U.S.A. Þáttur nr.
The Fisher King (Part 2) Edward Allen Bernero Gloria Muzio 20.09.2006 1 - 23
Raðmorðingjinn ræðst á Ellen, Gideon og Hotch reyna að komast að því hver er lokaleikur raðmorðingjans. Morgan og JJ reyna að finna frekari upplýsingar um fórnarlamb hans, á meðan Reid uppgötvar persónuleg tengsl við raðmorðingjann.
P911 Simon Mirren Adam Davidson 07.09.2006 2 - 24
Ungur drengur sem hvarf fyrir ári, er til sölu á vefsíðu fyrir kynferðisofbeldismenn. Fyrrverandi starfsmaður AGD deildarinnar sem nú er yfirmaður barnaverndardeildar alríkislögreglunnar biður um aðstoð frá Gideon.
The Perfect Storm Erica Messe & Debra J. Fisher Félix Enríquez Alcalá 04.10.2006 3 - 25
Lið AGD rannsakar röð morða sem framin eru af pari sem senda upptökur af morðunum til fjölskyldu fórnarlamba sinna.
Psychodrama Aaron Zelman Guy Norman bee 11.10.2006 4 - 26
Lið AGD rannsakar röð bankarána í Los Angeles. Frekari rannsókn kemst að því að ránin byggjast ekki á peningunum heldur er ræninginn að beita fórnarlömbum sínum ofbeldi með því að láta þau afklæðast fyrir framan hann.
The Aftermath Chris Mundy Tim Matheson 18.10.2006 5 - 27
Lið AGD rannsakar raðnauðgara sem ræðst á einhleypar konur sem eru að reyna að verða óléttar.
The Boogeyman Andi Bushell Steve Boyum 25.10.2006 6 – 28
Lið AGD ferðast til Ozone, Texas, til þess að rannsaka röð morða á börnum. Á samatíma þá yfirgefur Elle alríkislögregluna.
North Mammon Andrew Wilder Matt Earl Beesley 01.11.2005 7 - 29
Maður rænir þrem stúlkum og læsir þær inni í kjallara. Segir hann við þær að aðeins tvær þeirra munu lifa af og þurfa þær að velja hver þeirra eigi að deyja.
Empty Planet Ed Napier Elodie Keene 08.11.2006 8 - 30
Lið AGD ferðast til Seattle þegar strætó springur í miðbæ borgarinnar. Frekari rannsókn sýnir að sprengjumaðurinn notar fræga vísindaskáldsögu sem leiðsögubók fyrir málstað sínum. Lauslega byggt á Ted Kaczyncki sem kallaði sig Unabomber.
The Last Word Erica Messe & Debra J. Fisher Gloria Muzio 15.11.2006 9 - 31
Lið AGD ferðast til St. Louis, þar sem tveir raðmorðingjar eru í gangi á sama tíma. Á samatíma þá fær lið AGD nýjan meðlim, Emily Prentiss.
Lessons Learned Jim Clemente Guy Normal Bee 22.11.2006 10 - 32
Gideon, Reid og Prentiss ferðast til Guantanamo Bay til þess að yfirheyra hryðjuverkamann vegna yfirvofandi hryðjuverkaárásar.
Sex, Birth, Death Chris Mundy Gwyneth Horder-Payton 22.11.2006 11 - 33
Lið AGD rannsakar röð morða á vændiskonum í Washington. Reid grunar að unglingspiltur sem hann kynnist sé morðinginn.
Profiler, Profiled Edward Allen Bernero Glenn Kershaw 13.12.2006 12 - 34
Morgan er handtekinn og er gunaður um röð morða á ungum drengjum.
No Way Out Simon Mirren John E. Gallagher 17.01.2007 13 – 35
Gideon er teflt á móti Frank (Keith Carradine), sem er hættulegasti og versti raðmorðinginn sem Gideon hefur nokkurn tímann hitt á sínum ferli.
The Big Game (Part 1) Edward Allen Bernero Gloria Muzio 04.02.2007 14 - 36
Lið AGD leitar að raðmorðingja sem drepur rík hjón, sem tekur upp morðin og setur þau á internetið. Telur liðið að um fleiri en einn morðingja sé að ræða í byrjun en eftir frekari rannsókn þá uppgötvar liðið að um einn morðingja sé að ræða með tvöfaldan persónuleika.
Revelations (Part 2) Chris Mundy Guy Norman Bee 07.02.2007 15 - 37
Lið AGD uppgvötar að Reid hefur verið tekinn af raðmorðingjanum, Tobias Hankel (James Van Der Beek). Reynir liðið að finna Reid á meðan gamlar bernskuminningar hans koma upp á yfirborðið, eftir að hafa verið gefið „Dilaudid“ af Hankel.
Fear and Loathing Aaron Zelman Rob Spera 14.02.2007 16 – 38
Lið AGD ferðast til úthverfis New York-borgar, eftir að fjórar svartar stúlkur finnast drepnar. Talið er að um hatursglæpi sé að ræða.
Distress Oanh Ly John F. Showalter 21.02.2007 17 - 39
Lið AGD ferðast til Houston þegar röð morða á byggingarsvæðum tengjast heimilislausum manni.
Jones Andi Bushell Steve Shill 28.02.2007 18 - 40
Raðmorðingi sem notast við sömu aðferðir og Jack the Ripper hræðir íbúa New Orleans.
Ashes and Dust Andrew Wilder John E. Gallagher 21.03.2007 19 - 41
Brennuvargur ræðst á heimili fjölskyldna í suðurhluta San Francisco. Lið AGD finnur tengingu á milli fórnarlambanna og lista yfir fyrirtæki sem eru sökuð um að byggja á menguðu landi.
Honor Among Thieves Aaron Zelman Jesús Salvador Treviño 11.04.2007 20 - 42
Elizabeth Prentiss, móðir Emily, biður um aðstoð frá liðinu þegar rússneskum innflytjanda er rænt.
Open Season Erica Messer og Debra J. Fisher Félix Enríquez Alcalá 02.05.2007 21 - 43
Lið AGD ferðast til Idaho til þess að rannsaka mannshvörf sem verða á afskekktu svæði fyrir utan Idaho.
Legacy Edward Allen Bernero Glenn Kershaw 09.05.2007 22 - 44
Rannsóknarfulltrúi frá Kansas City óskar eftir aðstoð þegar heimilislaust fólk byrjar að hverfa og telur hann að eitthvað alvarlegt sé í gangi.
No Way Out II: The Evilution of Frank Simon Mirren Edward Allen Bernero 16.05.2007 23 - 45
Raðmorðinginn Frank snýr aftur og myrðir gamla vinkonu Gideons í íbúð hans. Á sama tíma þá biður Strauss um upplýsingar um Hotch frá uppljóstrara innan liðsins.

Heimild breyta