Chris Cornell (fæddur Christopher John Boyle; 20. júlí 1964 - látinn 18. maí 2017[1]) var tónlistarmaður frá Seattle, Bandaríkjunum.

Chris Cornell.

Fyrstu kynni Cornells af tónlist voru Bítlarnir sem varð til þess að hann lærði á píanó. Á unglingsárum var hann einfari, kvíðinn og með víðáttufælni. Eftir að hafa hætt í skóla keypti hann trommusett og hóf að spila með hljómsveitum í Seattle. Hann kynntist Hiro Yamamoto og Kim Thayil [2] og stofnaði grugghljómsveitina Soundgarden árið 1984 sem starfaði til 1997. Hann hóf síðar sólóferil og var um tíma í hljómsveitinni Audioslave (2001-2007) en gekk aftur til liðs við Soundgarden árið 2010. Árið 1991 tók hann þátt í tónlistarverkefninu Temple of the dog sem meðlimum Pearl Jam til minningar um sameiginlegan vin, Andrew Wood.

Árið 2006 samdi Cornell lagið You Know My Name, sem kom fram í James Bond myndinni, Casino Royale.

Cornell spilaði á Íslandi árið 2007 (Laugardalshöll)[3] og í mars árið 2016 í Hörpu.

Einkalíf breyta

Cornell skildi við eiginkonu sína, Susan Silver (sem var umboðsmaður Soundgarden og Alice in Chains) árið 2004 og fór um svipað leyti í meðferð vegna áfengis og vímuefna. Hann á með Susan eina dóttur. Hann kynntist nýrri konu, Vicky og eignaðist með henni 2 börn. Chris átti 5 systkini; 2 eldri bræður og 3 yngri systur. Hann vann um tíma sem kokkur.

Andlát breyta

Cornell lést óvænt þann 18. maí árið 2017, aðeins nokkrum klukkustundum eftir að hafa spilað á tónleikum í Detroit.[1][4] Cornell fannst látinn á baðherbergi hótels og hafði hengt sig. [5]

Sólóplötur breyta

  • Euphoria Morning (1999)
  • Carry On (2007)
  • Scream (2009)
  • Songbook (2011)
  • Higher Truth (2015)
  • No One sings Like You Anymore, Vol 1. (2020)

Temple of the Dog breyta

  • Temple of the Dog (1991)

Tilvísanir breyta

  1. 1,0 1,1 Berman, Taylor. „Chris Cornell Police Report Details the Hours Before Singer's Death“. Spin. Afrit af upprunalegu geymt þann 20. maí 2017. Sótt 19. september 2017.
  2. Chris Cornell - so much more than a grunge starBBC, skoðað 19. maí, 2017
  3. Chris Cornell með hita og áritar ekki í dag Vísir. Skoðað 31 janúar , 2016.
  4. Chris Cornell látinn Rúv, skoðað 18. maí 2017.
  5. Chris Cornell: Soundgarden star dies of 'hanging by suicide' BBC. skoðað 19. maí 2017.