Carolina Reaper (upphaflega nefndur HP22B) er afbrigði af eldpipartegundinni Capsicum chinense. Ávöxturinn er rauður og krumpaður með lítinn odd neðst. Heimsmetabók Guinness vottaði árið 2017 að Carolina Reaper væri sterkasti eldpipar heims, metinn á 1.641.183 (meðaltal, einstakur pipar á 2.192.431) Scoville-stig (þó var síðar ræktaður Pipar X (e. Pepper X) sem átti að ná 3,18 milljón stigum, óstaðfest heimsmet). Þessi pipar hefur líka verið ræktaður á Íslandi.

Fullvaxin planta.

Þetta eldpiparafbrigði var þróað af Ed Currie í gróðurhúsi í Rock Hill í Suður-Karólínu sem blendingur Bhut jolokia og Habanero. Sláttumannsheitið („reaper“) er vegna oddsins neðst á piparbelgnum.

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.