Brian Dietzen (fæddur 14. nóvember 1977) er bandarískur leikari sem er þekktastur fyrir hlutverk sitt í NCIS sem aðstoðarréttarlæknirinn Jimmy Palmer.

Brian Dietzen
Upplýsingar
FæddurBrian Dietzen
14. nóvember 1977 (1977-11-14) (46 ára)
Ár virkur2002 -
Helstu hlutverk
Jimmy Palmer í NCIS

Einkalíf breyta

Dietzen fæddist í Colorado, Bandaríkjunum. Útskrifaðist með BFA gráðu í leiklist frá háskólanum í Colorado við Boulder.

Ferill breyta

Leikhús breyta

Dietzen kom fram í leikritun á borð við All of My Sons, Equus og Waiting for Godot. Kom hann einnig fram í Death and the Maiden, Antigone og Abingdon Square. Brian gekk til liðs við Colorado Shakespeare hátíðina og kom fram þar í tvö ár. Kom hann fram í Henry IV hluti I og II, Henry V og Julius Caesar.

Sjónvarps breyta

Árið 2002 þá var Dietzen boðið gestahlutverk í My Guide to Becoming a Rockstar þar sem hann lék trommarann í hópnum. Dietzen hefur síðan 2004 leikið aðstoðarréttarlæknirinn Jimmy Palmer í NCIS.

Kvikmyndir breyta

Kom hann fram í kvikmyndinni From Justin to Kelly árið 2003. Á meðan hann var við upptökur á myndinni í Miami þá stofnaði hann skop-grín hópinn The Norm með Kevin Rankin og Jill Farley. Hefur hópurinn framleidd lifandi skopþátt og vinsæla netseríu að nafni Coaching Life.

Kvikmyndir og sjónvarp breyta

Kvikmyndir
Ár Kvikmynd Hlutverk Athugasemd
2003 From Justin to Kelly Eddie
2004 Purgatory House Ghost
2005 Self-Inflicted William Simmons
2009 Nowhere to Hide Sheldon Wilkes
2010 Karaoke Man Louis Í eftirvinnslu
2011 Seymour Sally Rufus Seymour Í eftirvinnslu
Sjónvarp
Ár Titill Hlutverk Athugasemd
2002 My Guide to Becoming a Rock Star Owen 5 þættir
2003 One on One Bellhop Þáttur: Stepmom, Misstep
2008 Hit Factor Clerk Sjónvarpsmynd
2010 Past Life Cole Þáttur: Soul Music
2004- til dags NCIS Jimmy Palmer 98 þættir

Heimildir breyta

Tenglar breyta