Brasilíski sjálfstæðisbikarinn 1972

Brasilíski sjálfstæðisbikarinn 1972, (portúgalska: Taça Independência) eða einfaldlega Minicopa var alþjóðleg keppni knattspyrnulandsliða og álfuliða sem fram fór í Brasilíu frá 11. júní til 9. júlí árið 1972 að frumkvæði João Havelange, forseta knattspyrnusambands landsins. Tilefnið var 150 ára afmæli brasilísku sjálfstæðisyfirlýsingarinnar. Mótinu lauk með sigri heimamanna. Þótt Brasilíustjórn hefði stefnt á að halda mót sem jafnast myndi á við HM í knattspyrnu að styrkleika og virðingu reyndist erfitt að lokka bestu lið Evrópu til leiks, m.a. þar sem tímasetning keppninnar féll saman við úrslitakeppni EM 1972.

Keppnin breyta

Tuttugu lið mættu til leiks frá fimm álfusamböndum: tíu landslið frá Suður-Ameríku, sjö frá Evrópu, eitt frá Asíu og úrvalslið frá Afríku annars vegar en Norður- & Mið-Ameríku (CONCACAF) hins vegar. Fimm lið sátu hjá í fyrstu umferð: heimamenn, Úrúgvæ, Skotar, Tékkóslóvakar og Sovétmenn. Hin liðin fimmtán kepptu í þremur fimm líða riðlum þar sem toppliðin komust áfram í annan tveggja átta liða milliriðla. Efstu liðin í hvorum milliriðli mættust svo í úrslitaleiknum sjálfum.

Forriðlar breyta

A-riðill breyta

CONCACAF-úrvalsliðið var að mestu skipað leikmönnum úr liðum Hondúras og Haítí, enda reyndist það slakast í riðlinum. Argentínska liðið sem hafði ekki á að skipa sínum stærstu stjörnum en vann nokkra stórsigra í riðlinum á meðan Frakkar unnu alla sína leiki með nokkru minni mun. Fyrir vikið dugði suður-ameríska liðinu jafntefli í innbyrðisleik liðanna í lokaumferðinni sem fór 0:0.

Sæti Lið L U J T Sk Fe M.munur Stig
1   Argentína 4 3 1 0 13 1 +12 7
2   Frakkland 4 3 1 0 10 2 +9 7
3 Úrvalslið Afríku 4 1 1 2 3 4 -1 3
4   Kólumbía 4 1 0 3 7 13 -6 2
5 Úrvalslið CONCACAF 4 0 1 3 3 16 -13 1

11. júní - Batistão, Aracaju. Áh. 12.826

  •   Argentína 2 : 0 Úrvalslið Afríku

11. júní - Estádio Fonte Nova, Salvador. Áh. 21.422

  •   Frakkland 5 : 0 Úrvalslið CONCACAF

14. júní - Estádio Rei Pelé, Maceió. Áh. 10.000

  •   Frakkland 2 : 0 Úrvalslið Afríku

15. júní - Batistão, Aracaju. Áh. 7.642

  •   Kólumbía 4 : 3 Úrvalslið CONCACAF

18. júní - Estádio Rei Pelé, Maceió. Áh. 8.587

  •   Argentína 7 : 0 Úrvalslið CONCACAF

18. júní - Estádio Fonte Nova, Salvador. Áh. 10.000

  •   Kólumbía 2 : 3   Frakkland

22. júní - Estádio Fonte Nova, Salvador. Áh. 1.928

  • Úrvalslið CONCACAF 0 : 0 Úrvalslið Afríku

22. júní - Estádio Fonte Nova, Salvador. Áh. 10.000

  •   Argentína 4 : 1   Kólumbía

25. júní - Estádio Fonte Nova, Salvador. Áh. 10.579

  • Úrvalslið Afríku 3 : 0   Kólumbía

25. júní - Estádio Fonte Nova, Salvador. Áh. 6.587

  •   Argentína 0 : 0   Frakkland

B-riðill breyta

Eusébio, sem kominn var undir lok landsliðsferils síns, skoraði fyrsta mark Portúgala á mótinu. Yfirburðir portúgalska liðsins í riðlinum voru töluverðir og það lauk keppni með fullt hús stiga. Íran mætti til leiks sem nýkrýndir Asíumeistarar, en enduðu með einungis eitt stig á botninum. Írland var líklega óvæntasta þátttökuliðið á mótinu, var lágt skrifað í Evrópuboltanum og engir blaðamenn fylgdu liðinu til Brasilíu. Lokaleikur Portúgala og Íra var í raun formsatriði, þar sem Suður-Evrópubúarnir gáfu ýmsum varamanna sinna tækifæri í byrjunarliðinu. Þar á meðal varamarkverðinum Félix Mourinho sem lék þar sinn eina landsleik, sonur hans José átti þó eftir að marka dýpri spor í knattspyrnusögunni.

Sæti Lið L U J T Sk Fe M.munur Stig
1   Portúgal 4 4 0 0 12 2 +10 8
2   Síle 4 3 0 1 7 7 0 6
3   Írland 4 2 0 2 7 7 0 4
4   Ekvador 4 0 1 3 4 9 -5 1
5   Íran 4 0 1 3 3 8 -5 1

11. júní - Machadão, Natal

  •   Portúgal 3 : 0   Ekvador

11. júní - Estádio do Arruda, Recife. Áh. 10.500

  •   Írland 2 : 1   Íran

14. júní - Estádio do Arruda, Recife. Áh. 12.000

  •   Portúgal 3 : 0   Íran

14. júní - Machadão, Natal

  •   Síle 2 : 1   Ekvador

18. júní - Estádio do Arruda, Recife.

  •   Portúgal 4 : 1   Síle

18. júní - Machadão, Natal

  •   Írland 3 : 2   Ekvador

21. júní - Estádio do Arruda, Recife. Áh. 5.000

  •   Ekvador 1 : 1   Íran

21. júní - Estádio do Arruda, Recife

  •   Síle 2 : 1   Írland

25. júní - Estádio do Arruda, Recife. Áh. 15.000

  •   Síle 2 : 1   Íran

25. júní - Estádio do Arruda, Recife

  •   Portúgal 2 : 1   Írland

C-riðill breyta

Júgóslavar höfðu leikið til úrslita í EM 1968 en mistekist á komast á HM í Mexíkó tveimur árum fyrr. Lið þeirra tryggði sér bestu markatöluna með 10:0 sigri á Venesúela, þar sem Dušan Bajević skoraði fimm mörk. Þetta reyndist stærsti sigur í landsliðssögu gömlu Júgóslavíu. Sigur gegn Paragvæ í næstsíðustu umferð fór langt með að tryggja sætið í milliriðlunum.

Sæti Lið L U J T Sk Fe M.munur Stig
1   Júgóslavía 4 3 1 0 15 3 +12 7
2   Paragvæ 4 3 0 1 12 4 +8 6
3   Perú 4 2 0 2 5 3 +2 4
4   Bólivía 4 0 2 2 4 12 -8 2
5   Venesúela 4 0 1 3 3 17 -14 1

11. júní - Estádio Couto Pereira, Curitiba

  •   Perú 3 : 0   Bólivía

11. júní - Morenão, Campo Grande

  •   Paragvæ 4 : 1   Venesúela

14. júní - Estádio Couto Pereira, Curitiba. Áh. 5.000

  •   Júgóslavía 10 : 0   Venesúela

14. júní - Morenão, Campo Grande

  •   Paragvæ 1 : 0   Perú

18. júní - Morenão, Campo Grande. Áh. 15.000

  •   Júgóslavía 1 : 1   Bólivía

18. júní - Vivaldão, Manaus

  •   Perú 1 : 0   Venesúela

21. júní - Vivaldão, Manaus

  •   Venesúela 2 : 2   Bólivía

22. júní - Vivaldão, Manaus. Áh. 25.000

  •   Júgóslavía 2 : 1   Paragvæ

25. júní - Vivaldão, Manaus

  •   Paragvæ 6 : 1   Bólivía

25. júní - Vivaldão, Manaus. Áh. 20.000

  •   Júgóslavía 2 : 1   Perú

Milliriðlar breyta

Riðill 1 breyta

Skotar virtust ætla að tylla sér á toppinn í 1. riðli eftir fyrstu umferðina en sjálfsmark í lokin gerði það að verkum að þeir misstu leik sinn gegn Júgóslövum niður í jafntefli. Jairzinho skoraði markið sem skildi á milli heimamanna og Skota í lokaleiknum. Brasilía lék til úrslita en Júgóslavar urðu í öðru sæti í riðlinum.

Sæti Lið L U J T Sk Fe M.munur Stig
1   Brasilía 3 2 1 0 4 0 +4 5
2   Júgóslavía 3 1 1 1 4 6 -2 3
3   Skotland 3 0 2 1 2 3 -1 2
4   Tékkóslóvakía 3 0 2 1 1 2 -1 2

28. júní - Estádio do Maracanã, Rio de Janeiro. Áh. 115.000

  •   Brasilía 0 : 0   Tékkóslóvakía

28. júní - Mineirão, Belo Horizonte. Áh. 4.000

  •   Skotland 2 : 2   Júgóslavía

2. júlí - Estádio do Morumbi, São Paulo. Áh. 100.000

  •   Brasilía 3 : 0   Júgóslavía

2. júlí - Estádio Beira-Rio, Porto Alegre. Áh. 15.000

  •   Skotland 0 : 0   Tékkóslóvakía

5. júlí - Estádio do Maracanã, Rio de Janeiro. Áh. 130.000

  •   Brasilía 1 : 0   Skotland

6. júlí - Estádio do Pacaembu, São Paulo. Áh. 3.000

  •   Júgóslavía 2 : 1   Tékkóslóvakía

Riðill 2 breyta

Liðin tvö sem þurftu að fara í gegnum forriðlana röðuðu sér í tvö efstu sætin í milliriðli 2 á meðan Sovétríkin og Úrúgvæ ráku lestina. Portúgal lagði Argentínu 3:1 í fyrsta leik og tryggði sér sæti í úrslitaleiknum á meðan Argentínumenn urðu að láta sér nægja að keppa um bronsið.

Sæti Lið L U J T Sk Fe M.munur Stig
1   Portúgal 3 2 1 0 5 2 +3 5
2   Argentína 3 2 0 1 3 3 0 4
3   Sovétríkin 3 1 0 2 1 2 -1 2
4   Úrúgvæ 3 0 1 2 1 3 -2 1

29. júní - Estádio do Morumbi, São Paulo. Áh. 10.000

  •   Sovétríkin 1 : 0   Úrúgvæ

29. júní - Estádio do Maracanã, Rio de Janeiro

  •   Portúgal 3 : 1   Argentína

2. júlí - Estádio do Maracanã, Rio de Janeiro. Áh. 50.000

  •   Úrúgvæ 1 : 1   Portúgal

2. júlí - Mineirão, Belo Horizonte. Áh. 8.000

  •   Argentína 1 : 0   Sovétríkin

6. júlí - Mineirão, Belo Horizonte. Áh. 12.000

  •   Portúgal 1 : 0   Sovétríkin

6. júlí - Estádio Beira-Rio, Porto Alegre

  •   Argentína 1 : 0   Úrúgvæ

Bronsleikur breyta

Júgóslavar hrepptu bronsverðlaunin. Dušan Bajević skoraði tvisvar í leiknum og varð markakóngur mótsins með þrettán mörk.

9. júlí - Estádio do Maracanã, Rio de Janeiro. Áh. 17.000

  •   Júgóslavía 4 : 2   Argentína

Úrslitaleikur breyta

Brasilíumenn áttu í mestu vandræðum með að brjóta niður öfluga vörn Portúgala í úrslitaleiknum. Jairzinho skoraði eina mark leiksins með skalla eftir aukaspyrnu á lokamínútu venjulegs leiktíma.

9. júlí - Estádio do Maracanã, Rio de Janeiro. Áh. 99.138

  •   Brasilía 1 : 0   Portúgal