Blómkálseyra (fræðiheiti: hematoma auris, perichondrial hematoma eða traumatic auricular hematoma) er aflagað ástand ytra eyrans. Blómkálseyru eru algeng meðal þeirra sem stunda box, glímu, jiu-jitsu, júdó, rúbbí og blandaðar bardagaíþróttir. Þegar ytri hluti eyrans verður fyrir síendurteknum höggum eða áverkum getur blóðtappi eða aðrir líkamsvessar safnast fyrir undir brjóskhimnunni. Við það skilst brjóskið frá ofanáliggjandi himnunni sem veitir henni næringu og viðskilnaðurin veldur því að brjóskið deyr. Það leiðir síðan til aflögunar á húðinni sem liggur ofan á brjóski ytra eyrans. Þegar þetta gerist verður ytra eyrað varanlega bólgið og afmyndað og minnir á blómkál.

  Þessi heilsugrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.