Berghveljur eða graftólítar voru sambýlisdýr sem nú eru útdauð en voru einkennandi á Ordóvisíum jarðsögutímabilinu. Orðið graftólíti er komið úr grísku úr graphtos sem merkir að skrifa og lithos sem merkir berg en graftólítasteingervingar litu stundum út eins og híeróglýfur höggnar í berg. Graftólítar voru dýrasvif og dýrin mynduðu fljótandi nýlendur sem flutu um öll heimsins höf. Graftólítasteingervingar finnast í öllum gerðum sjávarsets og eru algengastir í svörtum skífum frá ordóvisíum og sílúr en kjöraðstæður fyrir steingervinga eru súrefnissnauðar aðstæður þar sem lítið var um lífverur sem átu dauða graftólíta. Graftólítar eru góðir einkennissteingervingar og eru notaðir til að skipta steingervingum frá Ordóvisium og Silúr niður í lífbelti.

Graftólítar
Steingerðar leifar af graftólítanum Spirographtus spiralis

Tengill breyta

  • „Hvernig þróaðist lífið á fornlífsöld?“. Vísindavefurinn.
   Þessi líffræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.