Beinbrunasótt

smitsjúkdómur í hitabeltislöndum sem stafar af smiti Dengue veiru frá moskítóflugum

Beinbrunasótt (dengue) er smitsjúkdómur í hitabeltislöndum og stafar af smiti Dengue veiru sem er flavi-veira. Smitið berst í fólk með biti moskítóflugna en smitast ekki milli manna. Helstu einkenni beinbrunasóttar er höfuðverkur, bein- og liðverkir og upphleypt flöt útbrot sem koma eftir nokkra daga. Stundum er vægur hiti eina einkenni sjúkdómsins og hann gengur yfir og sjúklingurinn nær sér að fullu. Alvarlegt tilvik eru hins vegar blæðandi beinbrunasótt. Þar eru helstu einkenni hár hiti, blæðingar í slímhúðum og húð og oft fylgir lifrarstækkun. Það getur orðið blóðþrýstingsfall vegna taps á blóðvökva. Þetta er hættulegt ástand sem getur leitt til dauða í 40-50% tilfella ef það ekki er meðhöndlað. Við fullnægjandi vökvagjöf fer dánartíðni niður í 1-2%. Beinbrunasótt er greind með því að mæla mótefni í blóðsýnum.

Skýringarmynd yfir einkenni beinbrunasóttar (dengue)
Kort sem sýnir svæði þar sem hætta er á beinbrunasótt. Á rauðu svæðunum er sóttin landlæg en bláu svæðin er svæði þar sem mósítóflugur sem eru smitberar finnast

Ekki er til neitt bóluefni gegn beinbrunasótt. Eina leiðin er að draga úr líkum á smiti með því að verjast biti moskítóflugna.

Heimild breyta