Baðhús Reykjavíkur

Baðhús Reykjavíkur var almenn hreinlætisaðstæða í húsi sem stóð á Kirkjustræti 10 í miðbæ Reykjavíkur. Starfsemi Baðhúss Reykjavíkur hófst árið 1905 á þessum stað, [1] en lauk árið 1966, u.þ.b. ári áður en húsið var rifið 25. apríl 1967. [2]

Í Baðhúsinu var engin sundlaug, heldur aðeins aðstaða til líkamsþvottar. Í auglýsingu frá 1917 stendur í Morgunblaðinu að í Baðhúsi Reykjavíkur geti maður farið í kerlaug, steypiböð og gufuböð. Sama ár segir í Morgunblaðinu þegar birtir eru rekstrareikningar Baðhússins:

Böð eru hverjum manni nauðsynleg. Það er eigi síður nauðsynlegt að þvo allan líkamann, en að þvo á sér andlitið og á höndum, en það gera allir siðaðir menn daglega. Baðhús Reykjavíkur er þörf stofnun sem enginn mun telja eftir þó bæjarsjóður styrki með ríflegri fjárupphæð árlega.
 

Tengt efni breyta

Heimildir breyta

  1. Morgunblaðið 1941
  2. Morgunblaðið 1967
  3. Baðhúsið; rekstrareikningar Baðhússins; grein í Morgunblaðinu 1917 4. árgangur 136. tölublað, gefið út á þriðjudeginum 20. mars árið 1917

Tenglar breyta

   Þessi Reykjavíkurgrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.