Bóma (eða beitiás) er sem er hluti af reiðabúnaði skipa með seglin langsum (bermúdasegl og gaffalsegl). Bóman er neðan á stórseglinu og er notuð til að stjórna horni seglflatarins þegar segli er beitt eftir vindi og eins til að móta seglið eftir því hvernig ætlast er til þess að það taki vindinn í sig.

Skýringarmynd af bómu
(1) Bóma
(2) Mastur
(3) Háls
(4) Segl
(5) Rifband
(6) Kló
(7) Stórskaut
(8)-(9) Bómustrekkjari

Framendi bómunnar er festur aftan á mastrið neðanvert á sigurnagla sem heitir „háls“ þannig að bóman getur sveiflast frjálst til hliðanna og upp og niður. Við hinn endann á bómunni er stórskautið fest, yfirleitt með lítilli blökk. Horni bómunnar miðað við bátinn er stjórnað með því að strekkja eða slaka á stórskautinu.

Ein af hættunum við það að kúvenda á seglskútum (þegar siglt er lens með vindinn beint aftan á bátinn) er sú að bóman sveiflast frá mesta horni öðrum megin að mesta horni hinum megin, stundum á miklum hraða. Við þetta geta orðið slys ef áhafnarmeðlimir á þilfari fá bómuna í sig auk þess sem getur komið hættulegur slynkur á mastrið. Á stærri skipum er stuðtalía sem heldur bómunni fastri kulborðsmegin. Þegar vent er þarf að flytja stuðtalíuna á milli borða.

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.