Avinash Kamalakar Dixit (fæddur 1944 í Bombay, Indlandi) er bandarískur hagfræðingur af indverskum uppruna. Dixit hefur starfað sem kennari í Princeton-háskóla við hagfræðideildina síðan árið 1981. Dixit er annar tveggja höfunda að bókinni Thinking Strategically ásamt því að hafa ásamt fleiri höfundum gefið út bókina Games of Strategy.

Avinash Kamalakar Dixit

Menntun og uppruni breyta

Akademískur ferill Dixit, sem er fæddur í Bombay, Indlandi, hófst ekki með hagfræðinni. Hann útskrifaðist með gráðu í stærðfræði og eðlisfræði frá háskólanum í Bombay árið 1963 og útskrifaðist með gráðu í stærðfræði frá Cambridge-háskóla árið 1965.

Dixit leiddist af slysni út í það að læra hagfræði. Hann var að leita að nýjum áhugaverðum aðferðum í stærðfræði þegar vinur hans stakk upp á því að hann læsi bók Pauls Samuelson Foundation of Economics og bók Gérards Debreau Theory of Value. Dixit heillaðist algjörlega af fræðunum og skráði sig í Massachusetts tækniháskólann (e. Massachusetts Institute of Technology) til þess að komast í nám hjá Samuelson og öðlaðist þaðan doktorsgráðu sína árið 1968 í hagfræði.

Akademískur ferill breyta

Dixit, sem hefur kennt við Princeton-háskóla frá því árið 1981, lýsir starfi sínu sem kennara við hagfræðideildina á eftirfarandi hátt: „Fyrir mér, vitsmunalega, er það sem er mest gefandi við það að kenna háskólanemum á fyrsta stigi það að fá tækifæri til að hugsa upp nýjar leiðir til að einfalda hugtök.“

Dixit hefur kennt í háskólum bæði í Bandaríkjunum og Bretlandi ásamt því að hafa haldið stöðu sem gestafyrirlesari við Alþjóða gjaldeyrissjóðinn og Russell Sage-stofnunina. Árið 2006 var hann kjörinn forseti Bandaríska hagfræðifélagsins (e. American Economic Association).

Kennsluaðferðir Dixit breyta

Dixit er orðinn alþjóðlega þekktur hagfræðingur en segist nota „lífið sjálft“ til að finna dæmi sem geta hjálpað til við að útskýra fyrir nemendum hans kenningar bæði tengdum hagfræði og leikjafræði.

Samkvæmt Dixit tekur leikjafræði á aðstæðum þar sem tveir eða fleiri aðilar eru með áætlanir sem gætu eða gætu ekki gengið upp á sama tíma. Samkvæmt Dixit hefur þetta með auknum mæli orðið það sameinaða sjónarmið þegar skoðaðar eru flestar hagfræðilegar spurningar tengdar samkeppni og samvinnu.

Til að útskýra flókna skilgreiningu á neysluverðsvísitölu notar hann gjarnan dæmi um hversu mikinn auka pening foreldrar eiga að senda börnum sínum þegar verð á vöru sem þau gjarnan kaupa hækkar í verði. Að sama skapi notar hann atriði úr kvikmyndum eins og L.A. Confidential og The Gods Must Be Crazy til þess að útskýra þegar teflt er á tæpasta vaði í tengslum við leikjafræði. Önnur dæmi úr raunveruleikanum má finna í viðskipta- og stjórnmálaheiminum ásamt því sem hann notar dæmi af samskiptum sínum við eigin vini og ættingja.

Þetta hefur Dixit um starf sitt hjá Princeton að segja: „Princeton er einstaklega frábær staður til að starfa sem kennari þar sem nemendurnir eru góðum gáfum gæddir og fróðleiksfúsir strax frá upphafi.“

Afrek breyta

Dixit, sem hefur hlotið John J.F. Sherrard '52-prófessorsstöðu Princeton í hagfræði, er þekktur fyrir verk sín í leikjafræði, rekstrarhagfræði, alþjóðlegri verslun og framleiðslu og þróunarfræði. Verk hans eru lesin víðs vegar um heim á fjölda tungumála. Hann er meðhöfundur vinsællar bókar innan leikjafræðinnar Thinking Strategically sem tekur á ýmsum málum sem fólk með enga sérfræðiþekkingu getur skilið ásamt bókinni sem ætluð er fyrir byrjendur Games of Strategy. Þýddar útgáfur af bókinni Thinking Strategically hafa verið á lista mest seldra bóka í bæði Ísrael og Japan.

Dixit hefur einnig unnið til fjölda verðlauna fyrir rannsóknarvinnu sína og kennslu. Árið 2006 vann hann Richard E. Quandt-fræðsluverðlaunin fyrir framúrskarandi starf seitt við kennslu háskólanema í grunnnámi.

Heimild breyta